Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111II11111111■ 1111111111111111■ 1111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111■ 111B finnast blöð og aðrar lenar þess gróðurs, sem einkennt hefir landið á jökultíma, þegar ísland var svo gjörólíkt nútímans íslandi, að vér undrumst stórum muninn. Og þó eru tæpast liðin milljón ár síðan þetta var, eitt augnablik úr aldri jarðar. 1. Búlandshöfði. Langmerkastar íslenzkra sjávarmyndana frá jökuitíma eru hin svonefndu Búlandshöfðalög. Eru þau kennd við Búlandshöfða á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem dr. Helgi Péturss rakti þau. (1). í molabergi inniklemmdu milli jökulrispaðra basaltlaga fann hann hér leifar tvennskonar dýrafélaga, sem ekki hafa getað lifað samtímis á staðnum, enda fundin í misgömlum lögum molabergsins. í fyrsta lagi er hér um að ræða jökultodduna (Portlandia arctica, Gray) og hennar fylginauta, sem eingöngu lifa í svellköldum sjó, miklu kaldari en nú er við strendur íslands. í öðru lagi ræðir um nákuðunginn (Purpura lapillus, Linné) og félaga hans, sem nú lifa ekki í kaldara sjó en er hér við land. Þessi mismunandi dýrafélög bera glöggan vott allmikillar veðurfars- breytingar, meðan stóð á myndun moiabergsins, en jarðlagaskip- un höfðans í heild sýnir, að það hefir myndazt á jökultíma. Auk dr. Helga Péturss rannsakaði Guðmundur G. Bárðarson Búlandshöfða og fleiri fjöll norðan á Snæfellsnesi. Fann hann sjávarmyndanir á allmörgum stöðum öðrum, t. d. í „Stöðinni“, Skerðingsstaðafjalli, við Höfðakotsgil og víðar (2). Á öllum þessum stöðum virðist jarðlagaskipunin vera svipuð, og skal hún því rak- in frá Búlandshöfða, og það aðeins í aðalatriðum. Talið er neðan- frá og uppeftir: A. 0—135 m. Basalt, beltaberg, með ísnúnu yfirborði, bæði hér í Höfðanum og eins sést til ísrákanna í fjall- inu fyrir ofan Máfahlíð nokkru vestar. Guð- mundur Bárðarson telur einnig greinilegar ís- rákir í yfirborði þessa basalts í Skerðingsstaða- fjalli. I þessu basalti eru velþroskaðar holufyll- ingar og sumstaðar finnast í því surtarbrands- flísar, t. d. í fjallinu Grundarmön, austanvert við Grundarfjörðinn. í 70—80 m hæð hefir síðast á jökultímanum sorfizt brimþrep inn í bergið og liggur nú vegurinn eftir þrepinu. Basalt þetta, sem myndar elzta kafla höfðans, er tertiært að aldri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.