Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll E. 180—190 m. Óseyrarlög með suðlægum halla. F. 190—212 m. Grágrýti með ísnúnu yfirborði. G. 212—507 m. Móberg (í Höfðakúlum). Það er enginn vafi á því, að jöklar hafa rispað yfirborð undir- stöðubasaltsins (A.), áður en molabergslögin í höfðanum mynduð- ust. Af skeljategundunum í neðri og eldri kafla molabergsins (C.) verður ráðið, að þessi þáttur þeirra er myndaður í köldum sjó, þegar jöklar landsins teygðu tungur sínar út í haf. Efri kafli móbergsins og yngri hlýtur aftur á móti að hafa myndazt í mun hlýrri sjó. Um það bera vott tegundirnar Purpura, Mytilus og Cyprina. Á vorum dögum hefir sú fyrst talda fundizt við norður- strönd íslands, en er þó þar sjaldgæf, er fyrst algeng þegar í hlýja sjóinn kemur við vestur- og suðurströndina (3). Veðurfarssveiflan, sem orðið hefir meðan þessi molabergslög hlóðust upp, myndi svara til þess, sem verða myndi í Skoresby- sund, ef sá staður flyttist þaðan, sem hann er, og suður til hnatt- stöðu íslands, eða vel það. En eins og sjá má á yfirborði grágrýt- isins, sem ofan á molaberginu liggur, hafa jöklar aftur færzt í aukana og sennilega vaxið út fyrir strendurnar á nýjan leik og það oftar en einu sinni. 2. Breiðavík á Tjörnesi. Jarðlagaskipun Breiðuvíkurbakkanna er allflókin. Þó hefir öll- um þeim, sem rannsakað hafa þessa bakka, komið saman um, að þeir væru yngri en plíósenu myndanirnar vestan á nesinu. í bók sinni ,,Um jarðfræði íslands" telur Helgi Péturss bakkana hafa myndazt á jökultíma (1). Guðmundur Bárðarson áleit þá plíósena og að hér væri um að ræða yngstu plíósenulögin á Tjörnesi (4). Úr þessu virðist nú vera skorið, þar eð jökultodda, þessi ótví- ræða tegund íshafaanna, hefir fundizt neðst í sjávarmyndun bakk- anna (5). Breiðavík liggur milli Stangarhorns að vestan og Voladalstorfu að austan. Bakkar víkurinnar eru frá 40—60 m á hæð. Efni þeirra er að vestanverðu völuberg mestmegnis, en austanmegin eru þeir að mestum hluta úr leir- og sandsteini. Undirstaða þessa mola- bergs virðist vera basalt það, sem kemur fram í Stangarhorni, en það hvílir aftur ofan á plíóseninu vestan á Tjörnesi. Bakkarnir að vestanverðu eru eldri en austurbakkarnir. Það er eftirtektar- vert, þegar jarðsögulegur aldur Breiðuvíkurlaganna er athugað-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.