Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll E. 180—190 m. Óseyrarlög með suðlægum halla. F. 190—212 m. Grágrýti með ísnúnu yfirborði. G. 212—507 m. Móberg (í Höfðakúlum). Það er enginn vafi á því, að jöklar hafa rispað yfirborð undir- stöðubasaltsins (A.), áður en molabergslögin í höfðanum mynduð- ust. Af skeljategundunum í neðri og eldri kafla molabergsins (C.) verður ráðið, að þessi þáttur þeirra er myndaður í köldum sjó, þegar jöklar landsins teygðu tungur sínar út í haf. Efri kafli móbergsins og yngri hlýtur aftur á móti að hafa myndazt í mun hlýrri sjó. Um það bera vott tegundirnar Purpura, Mytilus og Cyprina. Á vorum dögum hefir sú fyrst talda fundizt við norður- strönd íslands, en er þó þar sjaldgæf, er fyrst algeng þegar í hlýja sjóinn kemur við vestur- og suðurströndina (3). Veðurfarssveiflan, sem orðið hefir meðan þessi molabergslög hlóðust upp, myndi svara til þess, sem verða myndi í Skoresby- sund, ef sá staður flyttist þaðan, sem hann er, og suður til hnatt- stöðu íslands, eða vel það. En eins og sjá má á yfirborði grágrýt- isins, sem ofan á molaberginu liggur, hafa jöklar aftur færzt í aukana og sennilega vaxið út fyrir strendurnar á nýjan leik og það oftar en einu sinni. 2. Breiðavík á Tjörnesi. Jarðlagaskipun Breiðuvíkurbakkanna er allflókin. Þó hefir öll- um þeim, sem rannsakað hafa þessa bakka, komið saman um, að þeir væru yngri en plíósenu myndanirnar vestan á nesinu. í bók sinni ,,Um jarðfræði íslands" telur Helgi Péturss bakkana hafa myndazt á jökultíma (1). Guðmundur Bárðarson áleit þá plíósena og að hér væri um að ræða yngstu plíósenulögin á Tjörnesi (4). Úr þessu virðist nú vera skorið, þar eð jökultodda, þessi ótví- ræða tegund íshafaanna, hefir fundizt neðst í sjávarmyndun bakk- anna (5). Breiðavík liggur milli Stangarhorns að vestan og Voladalstorfu að austan. Bakkar víkurinnar eru frá 40—60 m á hæð. Efni þeirra er að vestanverðu völuberg mestmegnis, en austanmegin eru þeir að mestum hluta úr leir- og sandsteini. Undirstaða þessa mola- bergs virðist vera basalt það, sem kemur fram í Stangarhorni, en það hvílir aftur ofan á plíóseninu vestan á Tjörnesi. Bakkarnir að vestanverðu eru eldri en austurbakkarnir. Það er eftirtektar- vert, þegar jarðsögulegur aldur Breiðuvíkurlaganna er athugað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.