Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu í september byrjun 1935 kom hlaup úr vestanverðum Skeiðarár- jökli. Undir eins í sama mánuði kannaði Jóhannes Áskelsson upp- tök þess, og rakti þau til Grænalóns* **. Stæði þess var nú tómt, vatnið hafði fengið framrás undir jökulinn, og hlaupið kom svo undan jökulsporðinum í upptökum ánna Súlii og Blautukvíslar á Skeiðarársandi. Alla leiðina frá Grænalóni frann í jökulsporð, 13—16 km., hefur flóðið farið undir jöklinum. Eftir mælingunum vorið áður var Grænalón 18 km2 að flatar- máli. Mestu dýpt þess telur Jóhannes um 200 m., en meðaldýpt um 120 m. Eftir því hefur rúmmál þess verið um 2000 milljónir Árið 1898 kom einnig hlaup í Súlu, og samtímis tæmdist Græna- lón. 3 árum síðar var það aftur orðið fullt. Jóhannes telur líklegt, að Grænalónshlaupið standi í nokkru sam- bandi við eldgosið í Grímsvötnum vorið 1934 og jökulhlaupið mikla, sem þá varð um leið. Pá hafi orðið rask mikið og hreyf- ing í jöklinum, sem hafi gert hann miður vatnsheldann, og þannig hafi vatninu opnazt leið gegnum eða undir jökulinn. Jóh. bendir ennfremur á það, að árið 1897 — ári fyrir fyrra Súluhlaupið — hafi einnig verið gos í Vatnajökli og samfara því hlaup í Skeiðará. Niels Nielsen getur þess í bók sinni um Vatnajökul***, að líkur séu fyrir því, að berggrunninum undir Skeiðarárjökli á móts við Grænalón halli þannig, að vatnsrásin úr lóninu hafi á kafla orðið að liggja upp á móti hallanum. Hann bendir á, að ef yfirborði bergsins undir jöklinum á að halla undan alveg frá botni vatnsins, þar sem það er dýpst, þá hljóti jökullinn að vera yfir 300 m. á þykkt (sbr. hæðartölurnar á korti Trausta). En sú þykkt finnst hon- um meiri en góðu hófi gegnir hjá skriðjöklum. Nielsen getur þess til, að þegar vatnið í Grænalóni hafi lækkað svo, meðan á hlaupinu stóð, að yfirborð þess er ekki lengur hærra en lægsta skarðið í berggrunn Skeiðarárjökuls, hafi það samt hald- * Rit Vísindafélags íslendinga XVIII, Rvík 1936. ** í grein Jóh. Ásk. bls. 42 stendur, 2 milljónir m3, en mun vera prentvilla, því að hinar tölurnar (meðaldýpt 120 m. og flatarmá! 18 km2) eru miklu senni- legri. *** Niels Nielsen: Vatnajökull. Kampen mellem Ild og Is. Kauptnh. 1937. Bls. 91—93. Pýðing eftir Pálma Hannesson: Baráttan milli elds og ísa. Rvík 1937. Bls. 92—93.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.