Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINtt 33 »liiÉiiiiiliiliiliimiiiiiiiiiiiiii;imi5iimmiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiininiiiiiiiiin:niiiiiiiiinii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit:i::ii:iii Ef d er 200, h 275 og a 0,8, eins og vel gæti verið nærri sanni, verður líkíngin: 200 + x = (275 + x) • 0,8 og útkoman: x = lOOog þá þ = 375. Ef li er 300 verður — að öðru jöfnu — x = 200 og þ = 500. Að Skeiðarárjökull sé 500 m. á þykkt mun nú ekki þykja senni- legt, og fjærri er mér að lialda því fram, að svo stöddu. En ég vil þó geta þess í því sambandi, að skriðjöklarnir, sem skófu upp firði og dali á íslandi á síðustu ísöld, virðast sumstaðar hafa verið svo þykkir eða þykkari. Ég aðhyllist skoðun Jóh. Ásk. um, að jökulhlaupin — bæði 1935 og 1898 — séu (óbeinlínis) afleiðing eldsumbrotanna og Skeiðarár- hlaupanna árin áður. En ekki svo mjög af því, að þau sprengi jökulinn og opni vatninu þannig leið í gegnum hann, heldur fyrst og fremst af því, að þau bræði jökulinn, lækki hann og geri hann þannig of léttan, til þess að geta haldið Grænalóni uppi. Eins munu hlaupin standa í sambandi við minnkun Skeiðarár- jökuls. Ef hann heldur áfram að minnka eins og hann hefur gert síðustu áratugi, má vel vera, að hann sé nú að verða svo þunnur, þar sem hann stíflar Grænalón, að hlaup verði um það bil eða áður en vatnsstæðið verður fullt, og þurfi engin eldgos til. Eftir hlaupið 1898 var vatnsstæðið aðeins 3 ár að fyllast. Má því vel vera, að það sé nú þegar orðið fullt og megi því búast við nýju hlaupi undir eins eftir væntanlega sólbráð og hita kom- anda sumar. Kaupmannahöfn í febrúar 1938 Qitðmundur Kjartanssou. 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.