Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Litur Sólarhæð 90° 30° 19.°3 | 7°.3 við hafsbriiu Rautt 0.95 0.91 0.86 ' 0.66 0.107 Blátt 0.74 0.54 0.40 0.09 0.000 Fjólublátt 0.51 0.25 0.13 0.00 0.000 Sólargeislar alls 0.84 0.70 0.59 0.21 0.002 loftið þrungið reyk og ryki, sem hindrar og rýrir sólarmagnið, svo að það nýtur sín miklu miður heldur en á bersvæði. En af þessu leiðir, að stórborgarloftið hefir óholl og lamandi áhrif á lífverurnar, en landloftið og einkum fjallaloftið, sem er ríkara af efnavirkum og sóttverjandi geislum, hressir og fjörgar. í sumum lítt byggðum heimskautalöndum er loftið svo gerilsneytt, að þar grefur aldrei í sái'i, hv.ernig sem með er farið, og kvef fá menn ekki, hve mikilli vosbúð, sem þeir mæta. Það er því mjög þýðingarmikið að velja heilsuhælum stað þar, sem vel nýtur sólar og loftið er að jafnaði tært. Mörg heilsuhæli í Alpafjöll- unum hafa þessa kosti í ríkum mæli. Glóðaljós af rafmagni hafa að miklu leyti sömu geislaverkun og sólarljósið og eru því notuð við ljóslækningar. Mælingar á geislamagni sólarinnar eru vandasamar og þarf til þeirra dýr og viðkvæm mælingatæki. Hér á landi hafa slíkar mælingar ekki heldur verið gerðar svo teljandi sé. í N-átt eða eftir norðlæga átt, er loftið hér oft mjög tært og frábært skyggni sem kunnugt er. í slíku veðurlagi myndi geislamagn sólarinnar reynast tiltölulega mikið, einkum af útfjólubláum geislum. Dr. F. Dannmeyer frá Hamborg mældi útfjólubláa geisla norður í Aðalvík sumarið 1927. 1 júní það ár voru sólskinsstundir í Reykjavík 268, en í Hamborg 194. Dr. Dannmeyer telur mæling- ar sínar einnig benda til þess, að geislamagn útfjólublárra geisla, bæði frá sólunni sjálfri og einkum frá loftinu í heild, sé mun meiri hér á landi heldur en á öðrum stöðum víðsvegar um heim, sem hann tekur til samanburðar. Þar á meðal er hið fræga hressingar- hæli Davos í Sviss í 1560 m. hæð. Þessar mælingar ná yfir of stutt tímabil til þess að réttmætt sé að byggja á þeim víðtækar niðurstöður. En þær gefa samt sem áður bendingar um merkilegt og ónumið rannsóknarefni, sem bæði snertir veðurfræði og lífsskilyrði dýra og jurta hér á landi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.