Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
(11111II111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111II1111111111
heimsdreifðar tegundir, eða heimsdreifðar ættir. Af slíkum ætt-
um mætti nefna leðurblökurnar og jafnvel rotturnar meðal
spendýranna, en endur, svölur, dúfur og uglur meðal fuglanna.
Það er frekar sjaldgæft að tegundir æðri dýra séu heimsdreifð-
ar, en þegar um allra lægstu dýrategundir, eins og til dæmis
frumdýrin er að ræða, má nærri því svo að orði kveða, að þau
séu vanalega heimsdreifð. Á hinn bóginn eru til fjölda margar
dýrategundir, sem hafa mjög takmarkaða útbreiðslu, slíkar teg-
undir kalla fræðimenn endemiskar, á íslenzku gætum við nefnt
þær staðbundnar. Sem dæmi um slíkar tegundir, mætti nefna
eðlutegund eina, sem aðeins á heima á nokkrum klettaeyjum við
Nýja-Sjáland, eða marga fiska, sem aðeins eiga heima í einu
einasta vatni.
Auk þess, sem nú hefur verið getið um takmörkun og víð-
áttu á heimkynni dýrategundanna, mætti nefna ýmislegt ann-
að, sem máli skiptir, áður en lengra er haldið. Telja mætti til
dæmis nokkrar dýrategundir, sem hafa dreifð heimkynni, það
er að segja, sem lifa á tveimur eða fleiri fjarlægum stöðum á
yfirborði jarðar, þannig, að svæði það, sem liggur á milli heim-
kynnanna, er ókleifur múr fyrir tegund þá, sem í hlut á. Þannig
lifir til dæmis sá flokkur spendýra, sem einu nafni kallast poka-
dýr, bæði í Ástralíu og Suður-Ameríku, til er kyrkislönguteg-
und, hin svonefnda bóa-slanga, sem lifir í Suður-Ameríku og
á Madagaskar, og loks á úlfalda-ættin heima bæði í Suður-Ame-
ríku og Asíu, en hvergi annars staðar nema tamin. Á hinn bóg-
inn verður þess einnig að gæta, að flestar dýrategundir eru, eins
og kunnugt er, bundnar sérstöku landslagi, svo sem eyðimerkur-
dýr, skógardýr, steppudýr, votlendisdýr, vatnadýr og sævardýr.
Á meðan það var trú manna, að guðs hönd hefði skap-
að dýrategundirnar hverja fyrir sig, fannst engum þurfa skýr-
inga við á þeim fyrirþrigðum, sem nú hafa verið nefnd. Þá var
talið sjálfsagt, að hvert dýr, eða öllu heldur sérhver tegund dýra
hafi verið sköpuð á þeim stað og í því umhverfi, þar sem hún
á heima á okkar tímum, eða þá á stöðum, sem henni voru færar
leiðir frá, þangað sem hún er nú. En á meðan slíkar skoðanir
sátu í hásæti, gat ekki verið að ræða um vísindalega dýralanda-
fræði, eða um vísindalega zoogeographiu, eins og fræðigreinin
er nefnd á erlendum málum. Eigi varð lengra komizt en að til-
greina, hvaða tegundir, og hversu margar, væru í hverju landi,
og þá voru ,,pólitísku“ landamærin látin ráða. Að vísu reyndu