Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 54
48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .I■ III1111111111■ 111IIIII M111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111|11111111111111111111111111111111111111111111111111 |ii)| hinni alkunnu nákvæmni hins þýzka vísindamanns kynnt sér mjög ítarlega eldri heimildir um þetta efni. Þetta tvennt, víð- tækar eigin rannsóknir og þrautgóð þekking allra eldri heim- ilda, gerir höf. þess megnugan öðrum fremur, að vinna það verk, sem hann hér hefir tekið sér fyrir hendur, en það er að skrifa handbók um íslenzka fugla á þeim grundvelli, sem nýj- ustu viðhorf og rannsóknir í þessari grein dýrafræðinnar hafa skapað. — Fyrsta hefti þessa rits, sem hér kemur fyrir almennings sjónir, skiptist í 3 kafla. Fyrst er all-langt sögulegt yfirlit yfir íslenzkar fuglarannsóknir, allt frá landnámsöld fram á vora daga. Er þar tínt til allt það helzta, sem skrifað hefir verið um íslenzka fugla og einhverju máli skiptir. Yrði of langt mál að skýra nánar frá efni þessa kafla hér, þó freistandi væri. Þó skal getið þremenninganna, sem íslenzk fuglafræði á vafalaust mest að þakka: Danans Frederik Fabers, Þjóðverjans Bernhard Hantzsch, sem höf. tileinkar rit sitt, og dr. Bjarna Sæmundssonar. Þessi kaíli hefir ekki hvað sízt menningarsögulegt gildi, og á því skilið athygli fleiri en náttúrufræðinga einna. Annar kafli fjallar um nytjar þær, sem menn hafa af villtum fuglum hér á landi. Er þar lýst bjargfuglatekju og hagnýtingu bjargfugls, lýst veiðiaðferðum o. s. frv. Ennfremur er skýrt ítarlega frá æðarvarpi og dúntekju, rjúpnaveiði o. fl. í þriðja kaflanum er rakin þróun fuglafriðunar hér á landi.. Er þar t. d. drepið á fyrirmæli þau um fuglafriðun, sem finnast í Grágás og Jónsbók, og loks eru prentuð í þýðingu fuglafriðunarlög þau, sem nú eru í gildi. — Auk þessara þriggja kafla er í hefti þessu all-langur inngangur með almennum upplýsingum um landið og náttúru þess, landslag, loftslag, o. s. frv. Það verður ekki annað sagt en að höf. fari vel af stað við samning rits þessa. Stíllinn er léttur og lipur og frásögnin skýr og víða krydduð tilvitnunum úr eldri ritum um Island, svo bókin er á köflum beinlínis skemmtileg aflestrar. Ef áframhaldið upp- fyllir þær kröfur, sem gera verður til slíks rits, í jafn ríkum mæli og þetta fyrsta hefti, sem engin ástæða er til að efast um, þá verður rit þetta mikill fengur fyrir íslenzk náttúruvísindi. Eg tel það vel farið, að Vísindafélag Islendinga skuli hafa séð sér fært að gefa ritið út. Einmitt þess vegna verður það á vissan hátt tengt íslenzkri vísindastarfsemi, enda þótt hér hafi verið erlendur maður að verki. F. G.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.