Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 iimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii heyrði ég, að norður á Húnaflóa hefði þessi faraldur átt að byrja á stríðsárunum, einu eða tveimur árum fyrr en fyrir sunnan.1) Ég vík nú aftur að því, að segja nokkuð frá háttum láturselsins. Meðan selatekjan var í blóma, var kapp um það hjá veiðimönnum, að verða á undan hinum að byrja veiðina, þótt kóparnir væru ung- ir og varð það til þess, að urtan, sem þekkti veiðibrellur mannanna og ennþá hélt ástfóstri við afkvæmi sitt, kenndi kópnum að forð- ast selaböndin og hvarf meira að segja á brott út á sjó með kópinn eða í önnur látur, en þar var þá sama hættan, svo þetta lenti allt í eintómu ferðalagi fram og aftur. Vegna þessa ónæðis urðu kóp- arnir langtum rýrari, en áður hafði verið, og veiðin minnkaði einn- ig jafnt og þétt að tölunni til. Ekki veit ég hvernig urtan hefir farið að losa sig við kópinn þegar hún var orðin geld og hann fullbúinn, en þá virtist, þótt merkilegt megi heita, að kóprinn tæki sér fyrst um sinn aðsetur á þeim stað, þar sem hann var í heiminn borinn, en ekki glæptist hann á selaböndum, þótt reynt væri að veiða hann í þau, nema þá einn og einn af hendingu. Og með þeirri veiðiaðferð, sem lýst hefir verið, voru þeir, sem fyrst byrjuðu, oft og einatt að gutla við veiði upp undir tvær vikur. Einn bónda þekkti ég þó, Ólaf Jónsson á Stakkhamri, sem af hugviti sínu fann upp betri aðferð en þetta. Hann byrjaði ekki veiðar fyrr en vissa var fengin fyrir því, að allar kæpurnar væru búnar að bíta undan sér kópana, eins og það var kallað, og horfnar frá látrunum. Hann átti enn að mestu leyti veiðina í Straumfjarðarárósi. Hafði hann svo mikinn netakost, að hann gat lagt á alla þá staði í einu, þar sem veiðivon var, enda tók hann alla sína veiði, þetta 70—80 kópa, aðeins á tveimur, þrem- ur fjörum, og þá alla fullbúna, þannig að þeir elztu voru aðeins lítið eitt farnir að megrast. Ólafur sagði að sér hefði virzt eins og kóparnir sæktu að félögum sínum, þar sem þeir voru að busla í böndunum, og flæktu sig þá sjálfa. Þá skorti vit og varasemi, og því fór svona. Sá kostur fylgdi einnig veiðiaðferð þessari, að næt- urnar entust árum saman, þótt þær slitnuðu að mestu upp á einu ári hjá öðrum. 1) Það er víst á misskilningi byggt, að pestin í landselnum hafi byrjað fyrr á Húnaflóa en á Breiðafirði og Faxlaflóa (sbr. grein Guðm. G. Báðar- sonar: Selafárið á Húnaflóa, í I. árg. Náttúrufræðingsins). Annars sýna hagskýrslurnar (Fiskiskýrslur og hlunninda) greinilega afturkippinn í sel- veiðinni 1918, en stofninn virðist nú kominn yfir það fyrir löngu. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.