Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123 iimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiimiiiiiimiiiiiiimiiimiiimiiimiiimmimiimiiiiiimiiiiiiiiii:miiimiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiiii hjátrú fáfræðinnar. Fiskur þessi er 20—25 cm. á lengd, svo að ekki er nú stærðin sérstaklega mikil, og heimkynni hans er m. a. heitari hlutar Atlantshafsins. Frægð sína hefir hann hlotið af því, að hann hefir sogskál mikla ofan á höfðinu, og með henni getur hann haldið sér föstum á öðrum fiskum. Hann notar líka þennan eigin- 10. mynd. Þróun sogflögunnar á höfði dvslfisksins. leika óspart, og festir sig á háfa og aðra hraðgenga fiska, en jafn- vel einnig á hægfara dýr, eins og skjaldbökur. Á þennan hátt getur hann komizt um heiminn án þess að hafa annað fyrir því en halda sér föstum. Og þegar þar við bætist að hann notar einnig skipin okkar mannanna sem samgöngutæki, verður skiljanlegt að ferðir hans geta orðið nokkuð langar. Enda hefir einu sinni orðið vart við hann hér við ísland, svo sannað sé, og líklega tvisvar áður, þótt eigi sé það fullvíst. Þótt dvalfiskurinn sé ekki stærri en þetta, er hann mjög „sterkur“ í þessari sogskál sinni. Þannig er sagt, að ef dvalfiskur sé látinn í fulla fötu af sjó, og hann fái tækifæri til að soga sig fastan á fötuna, megi taka í sporðinn á honum og lyfta honum sjálfum með fötunni og sjónum án þess að hann sleppi. Fornaldarmenn höfðu einnig tröllatrú á kröftum hans. Þeir héldu að hann gæti haldið skipum föstum, svo þau gætu ekki hreyft sig hið minnsta, og töldu að afl sjóa og storma væri leikföng ein við kröftum hans. Meira að segja er hann sakaður um að hafa ráðið úrslitum sjóorustu, með því að soga sig á annað skipið og halda því föstu á meðan að hitt var að sigrast á því. Þá er það einnig kunnugt, að margar frumstæðar þjóðir nota dvalfiskinn sem eins konar veiðarfæri. Þær veiða einn, binda sterkt band um sporðinn á honum, og sleppa honum svo og gefa út á bandinu. Finni nú dval- fiskurinn skjaldböku eða stóran fisk, sýgur hann sig fastan, og nú getur veiðimaðurinn byrjað að draga veiðina, því svo mikið er víst, að dvalfiskurinn sleppir ekki. Þegar dvalfiskurinn er búinn að soga sig fastan á annan fisk, snýr bak hans eðlilega að fiskinum, þar sem sogflagan er ofan á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.