Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 117 llllllllllllllllllllllllllllttfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt yfir í langan tíma, en vanalega fer þó svo, að fiskurinn nær færi á rækjunni, og þá er ekki að sökum að spyrja. Hann þýtur í gegnum sjóinn eins og kólfi væri skotið, og áður en rækjan veit af, er hann búinn að hremma afturenda hennar, eins langt og náð varð. Nú heldur hann henni fastri með tönnunum fyrst um sinn, þangað til hún er orðin uppgefin, en þá er farið að renna bráðinni niður, og það tekur nú stundum sinn tíma, ef til vill stundarfjórðung eða meira, því oft er rækjan ef til vill lengri en fiskurinn. Smátt og smátt þokast hún þó niður í magann, og meltist um leið, og þegar hálftími er liðinn, stendur ekkert fram úr munninum nema fálm- ararnir og ennisbroddurinn, en þá hafa meltingai'færin líka svo mikið að gera, að fiskurinn getur varla hreyft sig og heldur þá kyrru fyrir í þanginu, með uggana spennta út til beggja hliða. Menn hafa haft gott tækifæri til þess að athuga græðgi þessara fiska, þegar þeim hefir verið haldið lifandi í sjóbúrum á rannsókn- arskipum, sem ferðast hafa um þessar slóðir. Á Dönu-leiðangrin- um mikla kringum jörðina á árunum 1928—1930 náðust einu sinni f jórir, mismunandi stórir, og voru þeir allir látnir í sjóbúr. En einn góðan veðurdag hafði heldur en ekki fækkað í fjölskyldunni, því í stað fjögurra fiska, sem áttu að vera í sjóbúrinu, var aðeins einn orðinn eftir. Þegar hann var drepinn, kom í ljós, að í maga hans (það var stærsti fiskurinn) var sá næststærsti, og í maga hans aft- ur sá næstminnsti, og loks í maga hans sá minnsti. Af þessu má nokkuð marka, hvernig fjölskyldulífi þessara fiska í þanginu er farið. Mesti og merkasti leyndardómurinn, sem þanghafið ríkir yfir, er þó uppruni álsins. Eins og kunnugt er, safnast allur állinn úr fljót- um gjörvallrar Evrópu og NW-Afríku saman á miklu dýpi í þang- hafinu, til þess að hrygna. Af álnum sjálfum fara svo ekki fleiri sögur, hann líklega deyr að lokinni hrygningunni, en lirfurnar bcr- ast með Golfstraumnum upp að ströndum Evrópu og Afríku. og eru 3—4 ár á leiðinni. Þar ganga þær í árnar, vaxa þar og verða að fullorðnum álum. Þegar kynþroskaskeiðið fer að nálgast, byrj- ar ferðin langa, út í Atlantshaf. 2. Eiturslöngur úti á haf i. Eins og kunnugt er, eru slöngurnar, eins og skriðdýrin yfirleitt, landdýr. Krókódílarnir hafast þó við í vötnum, og einstöku tegundir af skjaldbökum í fljótum og í sjó. En ein tegund af eiturslöngum hefir lagað sig eftir lífinu í sjónum og það svo vel, að hún er allt að því ósjálfbjarga á þurru, eða að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.