Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 62
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimimmimmmiiimimiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiimiiiiiiiii rauöblóma afkomendur, en tveir fjórðu hlutar fá Aa og eru því, að öllu leyti eins og kynblendingarnir, foreldrar þeirra, svo að hlutföllin á milli rauðra og hvítra plantna verða 3:1, eins og líka hafði komið fram v.ið tilraunina, sem Mendel gerði. Þegar Mendel athugaði erfðir fleiri en eins eiginleika í senn, kom í ljós, að hver einstök samstæða gekk í erfðir á sama hátt, óháð öllum hinum. Þannig reyndi hann t. d. með hvítar, hávaxnar ertuplöntur, og rauðar, lágvaxnar. Og þareð eigin- leikinn ,,hávaxinn“ er ríkjandi og erfist án tillits til litar blóm- anna, fékk hann fram hlutföllin 3:1 milli hávaxinna og lágvax- inna plantna í öðrum ættlið, og eins milli rauðra og hvítra. En þegar hann athugaði, á hvaða hátt litirnir og hæðin sameinuð- ust, kom í ljós, að þau sameinuðust alveg án tiljjts til hvors annars. Og í öðrum ættlið komu því fram rauðar, hávaxnar, — rauðar, lágvaxnar, — hvítar, hávaxnar, og hvítar, lágvaxnar ertuplöntur í hlutföllunum 9:3:3:1, eða fjögur afbrigði í stað þeirra tveggja, sem upphaflega var byrjað með. Svipaðar rannsóknir gerði Mendel á ýmsum öðrum eiginleik- um ertnanna og annarra jurta, og auk þess á býflugum. Og lög- málin, sem hann setti fram að tilraununum loknum, eru grund- völlurinn að erfðafræði og jurtakynbótum nútímans. Þau eru í stuttu máli þessi: 1. Allir einstaklingar fyrsta ættliðsins eftir kynblöndun eru æfinlega eins. 2. Ef um einn samstæðan ættgengan eiginleika er að ræða hjá hvoru foreldranna, skiptist annar ættliður eftir hlutföll- unum 3 :1. 3. Af hverjum tveim samstæðum eiginleikum er annar oft- ast fyllilega alráður eða ríkjandi, svo að hann einn kemur fram hjá kynblendingunum, t. d. rauðblóma erturnar við tilraunir Mendels sjálfs. 4. Við blöndun tveggja eiginleika renna þeir ekki saman eða breytast, heldur haldast fyllilega aðskildir og erfast óbreyttir til komandi kynslóða. Það, að eiginleikarnir breytast hvorki né samlagast hver öðrum við kynblöndun, sýnir glögglega, a.ð svo framarlega sem hver eiginleiki erfist óháður öðrum, ætti að vera unnt að sam- eina í einum einstaklingi, eiginleika, sem áður hafa aðeins verið til aðskildir í tveim eða fleiri stofnum. Tilraun Mendels með hávöxnu, hvítu og lágvöxnu, rauðu erturnar, sýnir þetta bezt,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.