Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 32
124 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllll hnakkanum. Og í sambandi við þetta er hann hvítur á baki, en dekkri á kvið, alveg öfugt við það, sem nærri allir aðrir fiskar eru. Væri hann hvítur á kviðnum, eins og aðrir fiskar, myndi hann heldur en ekki stinga í stúf við bláan eða gráan háfisk. Auk þess er lögunin öðruvísi en vanalegt er hjá öðrum fiskum, þar sem hann er flatur að ofan en ávalur að neðan. Og hvaða líffæri er það nú, sem hefir tekið að sér að verða að sogflugu á hnakka dvalfisksins? Það er ekki alveg fullvíst, en þróun og myndbreyting tegundarinnar frá lirfu í fullorðinn fisk hefir nokkuð verið rannsökuð á allra síðustu árum, og hún virðist leiða í Ijós, að það sé fremri bakugginn, sem ummyndazt hefir og orðið að sogflugu. Þetta fáum við líka grun um, ef við lítum á 10. mynd. Neðst á myndinni vinstra megin sjáum við ofan á höfuð af ungri lirfu, þar sem aðeins er farið að bóla á sogflugunni rétt fyrir aftan hnakkann. Einmitt þarna myndast fremri bakugginn á fiskunum og hvað liggur þá nær heldur en að hugsa sér, að sogflagan sé ummyndaður fremri bakugginn. Neðst á myndinni í miðið og hægra megin eru myndir af eldri seiðum og þar sést hvernig flagan stækkar, og hvernig fremsti hluti hennar færist um leið fram á milli augnanna. Efst á myndinni sjáum við fullorðinn dvalfisk að ofan (vinstra megin) og frá hlið (hægra megin). 6. Ljós í myrkri djúphafsins. Það er frekar sjaldgæft, að fiskar náist vel lifandi upp af 1000 metra dýpi og þar yfir. En niðri í því myrkri, sem þar ríkir, eru margar tegundir útbúnar með ljóstækj- 11. mynd. Djúphafsfiskur (Pachystomias atlanticus) með mörg'um ljóstækjum. um, líklega til þess að einstaklingar sömu tegundar geti þekkt hver annan. Á 11. mynd sjáum við svartan djúphafsfisk (Pachystomias atlanticus), sem er bókstaflega hlaðinn sjálflýsandi tækjum. Á Dönu-leiðangrinum tókst að ná í einn og halda honum lifandi í sjóbúri, en vanlega missa ljóstækin hæfileikann til þess að lýsa, um leið og fiskurinn deyr. Þessi var mjög fjörugur og fram úr skar- andi gráðugur, svo gæta varð þess, að koma ekki of nálægt honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.