Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii og Pétursey eru einhverjar fegurstu blómlendisbrekkur, sem ég hefi nokkurn tíma séð. Blágresi, stúfa, blákolla, mjaðurt, hrútaber, fuglaertur, umfeðmingur, giljaflækja, smári, gulmaðra, peninga- gras, burnirót, maríuvendir, vallhumall, sóleyjar, fíflar, gleym-mér- ey og fleiri blómgresi mynda þar undurfagrar, marglitar blóma- breiður. Er sjálfsagt hlýtt þarna undir hömrunum. Uppi við klett- ana vex töluvert af ginhöfrum (Avena elatior) innan um blómgres- ið. Ginhafrana í Pétursey fann Helgi Jónsson 1901 fyrstur manna. Hávingull vex þarna einnig óræktaður. / Reynishverfi eru engjar miklar og góðar. Þar er gulstör víða aðaljurtin, einkum í nánd við Ósinn, sem flæðir stundum yfir engjarnar og eykur frjóvsemi þeirra. Vestan til eru engjarnar þýfðar á köflum. Þar vex aðallega mýrelfting á þúfnakollunum, en gulstör, mýrastör og horblaðka í lægðunum. Á engjunum vaxa einnig ýmsar starir, sem ég sá ekki í Vík, t. d. hengistör, flóastör, tjarnastör, vetrarkvíðastör, blátoppa- stör, belgjastör, bjúgstör, broddastör, grástör og ígulstör. Algeng- ustu jurtirnar í tjörnum eru fergin, vatnsnál, nykrur, brúsi, mari, lófótur og lónasóley. í Vík vantar tjarnagróður að mestu. Allvíða vex munkahetta og prýða ljósrauðu blómskúfarnir hennar engj- arnar mjög. Syðst er Dyrhólaey, allhár, hömrum girtur höfði. Gróðurlaust sandeyði, sem sjór gengur yfir að mestu í aftaka- veðrum, tengir hana við land. Uppi á Dyrhólaey er veðrasamt mjög og þurrlent. Þar sá ég aðeins eina litla dýjavætu. Sumstaðar ligg- ur við uppblæstri, enda gengur fé í eynni. Á háeynni, kringum vit- ann, er lítill friðaður blettur. / grasbrekkum eyjunnar vaxa einkum vinglar, língresi, snarrótarpuntur, ilmreyr og smári. En í hömr- unum ber mest á hvönnum, burnirót, undafíflum, blágresi, kattar- tungu og skarfakáli. Fann ég alls 89 tegundir í Dyrhólaey, og eru þær auðkenndar með því að x er sett aftan við nafn þeirra í gróður- skrá þeirri, sem hérfer á eftir. 1 Mýrdal öllum fann ég 198 tegundir, og mætti eflaust finna fleiri, ef vel væri leitað. Af sjaldgæfum jurt- um má, eins og áður er getið, nefna skrautpunt, sem allmikið er af í Deildarárgili. Hans er ekki getið sunnanlands fyrr, svo ég viti. Giljaflækja er miklu algengari í Mýrdal en áður var álitið, því auk gamla fundarstaðarins að Höfðabrekku, má nefna Deildarárgil, Garð, Hólsárgil og Pétursey. Þá er ígulstör all-algeng í Reynis- hverfi. Ginhafra má og eflaust telja innlenda, þar sem þeir hafa vaxið í Pétursey a. m. k. síðan um aldamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.