Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155
tlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIIHIII
því að þar fengust fram tveir nýir stofnar, lágvaxnar, hvítar
og hávaxnar, rauðar ertuplöntur. Og fjöldi hinna nýju afbrigða,
sem unnt er að fá fram á þennan veg, eykst ótrúlega fljótt, um
leið og fjöldi þeirra eiginleika, sem ólíkir eru með foreldrun-
um, vex.
Árið 1865 var rannsókn Mendels lokið, svo að hann taldi
sig geta birt lögmál sín. Og 5. febr. og 5. marz það ár flutti hann
fyrirlestra um rannsóknir sínar í náttúrufræðifélaginu í Brúnn
og birti þá skömmu síðar í lítilli, óásjálegri ritgerð, sem hann
kallaði: „Tilraunir með jurtakynblendinga".
En skömmu áður hafði Darwin komið fram með sitt mikla
verk „Um uppruna tegundanna“, og öll náttúruvísindin voru
svo uppnumin af nýjungum þess, að enginn tók eftir verki Men-
dels, né skildi hina gífurlegu þýðingu þess. Menn töluðu reynd-
ar um hið merkilega samband milli stærðfræði og líffræði, sem
sást af tilraunum hans, og óskuðu honum til hamingju með hinn
prýðilega árangur og hið ágæta erindi, eins og fólk gerir oft
af eintómri hæversku og vináttu. En enginn skildi samt gildi
þessa stutta erindis og þessarar óásjálegu ritgerðar, og þó átti
hún eftir að kollvarpa stórum hlutum hins mikla verks Darwins,
er tímar liðu fram.
Og árin liðu. — Mendel gleymdist umheiminum og sjálfur
dó hann fyrir tímann árið 1884. En um aldamótin síðustu, þrjá-
tíu og fimm árum eftir birtingu ritgerðarinnar, fundu þrír vís-
indamenn hana í senn, án þess að vita hver af öðrum, og sönn-
uðu réttmæti innihalds.ins. Það voru þeir Hollendingurinn de
Vries, Þjóðverjinn Correns og Austurríkismaðurinn von Tscher-
mak. Allir höfðu þeir fengizt við rannsóknir á ættgengi hjá
plöntum, og bjuggust hver um sig við að geta komið fram með
stórkostlega vísindalega nýung, en fundu þá ritgerð Mendels
um nákvæmlega sama efni. Og þegar þeir birtu ritgerðir sínar
árið 1900, gátu þeir allir um Gregor Mendel, og hið merka verk
hans.
Þar með var tími Mendels kominn. Og nafn hans flaug um
víða veröld, og lögmál hans voru strax tekin til notkunar við
kynbætur jurta og dýra, auk þess að fjölmargir vísindamenn í
ýmsum löndum snéru sér að frekari rannsóknum á erfðum líf-
veranna á grundvelli lögmála Mendels. Og sú vinna hefir nú,
tæpum fjörutíu árum síðar, gefið svo góðan arð, að óhætt er að