Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 tiiiiiiiiiimiimiiiiiiitimiiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiii hefir þó fallið úr, sem full ástæða hefði verið til þess að taka með, en það er stormmáfur (Larus canus L.), sem er hér all- tíður haust- og vetrargestur og verpir hér líklega eitthvað. Hverri tegund, sem tekin er til meðferðar, er lýst allná- kvæmlega og í stórum dráttum skýrt frá lfinaðarháttum henn- ar og útbreiðslu. Að lýsingunum væri helst hægt að finna það, að sumstaðar viröast elcki dregin nógw skýrt fram þau einkenni, sem auðveldast er að þekkja fuglana á úti í náttúrunni, hvort sem um er að ræða sitjandi fugla eða fugla á sundi eða flugi. Rödd fuglsins á mismunandi tímum árs og við mismunandi tæki- færi, vængjaburður og flugmáti og ýmislegt fleira, eru þá auk litarins oft glögg tegundareinkenni. Litarlýsingar sumar virð- ast mér óljósari en þörf væri á, vegna þess hversu höf. ákaf- lega víða tengir mó við lýsingarorðið, sem tákna á litinn, t. d. mósvartur, móhvítur, mógrár, mógulur eða dökkmóleitur, hvítmóleitur, Ijósmóleitur, grámóleitur o. s. frv. Upplýsingar þær ,sem höf. gefur um lifnaðarhætti hverrar tegundar, virðast yfirleitt mjög heppilega valdar. Er víðast drepið á það helsta t. d. varphætti, fæðu, ferðir, ef um far- fugla er að ræða, o. s. frv. Höf. er mjög varkár við notkun heimilda um þessi efni og er það stór kostur. Tekur hann að- eins það, sem hann telur að vitað sé með vissu, og hikar ekki við að kannast við það, sem á þekkingu okkar skortir á þessu sviði. Um einstök atriði gætu verið skiftar skoðanir, en því miður eru rannsóknir á lifnaðarháttum fuglanna ekki lengra á veg komnar en það, að oft verður ekki skorið úr því með vissu hvað er regla og hvað er undantekning, og á það ekki síst við hér á landi. Af því, sem hér hefir verið sagt um stærð og efni bókarinn- ar, er augljóst, að hér er ekki um stuttan ákvörðunarleiðarvís- ir, heldur um alþýðlega handbók, að ræða. Menn mega því ekki kippa sér upp við það, þó í bókinni séu hvorki greiningar- lyklar né rissmyndir, til hjálpar við ákvörðun fugla úti í nátt- úrunni, eins og tíðkast í erlendum bókum, sem til þess eru ætlaðar. Slíkt er að vísu galli, en það liggur í augum uppi, að ekki er hægt að sameina alt í einni, bók, og sem alþýðleg hand- bók hefir bók Magnúsar Björnssonar stóra kosti. Frásögnin er með afbrigðum fjörug og málið létt og lipurt og laust við alla mærð. í bókinni úir og grúir af hnyttnum lýsingum, sem bregða upp skýrum myndum af fuglunum, lífi þeirra og hátt-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.