Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103
Jiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiiimiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
r
Avarp til lesenda Náttúrufræðingsins.
í haust eru liðin 2 ár síðan Atvinnudeild Háskólans tók til
starfa. Var svo til ætlazt, þegar deildin var stofnuð, að hún tæki
upp til rannsókna hagnýt efni í þágu atvinnuveganna. Þessari
stefnu hefir Fiskideildin fylgt frá byrjun. Öllu hennar starfi hefir
verið þannig hagað, að árangurinn af rannsóknunum yrði til fram-
dráttar íslenzkri útgerð, þegar fram líða stundir, sem og veiðum
í ám og vötnum.
Ef starf Fiskideildarinnar á að koma að tilætluðum notum,
er nauðsynlegt að hún gefi út ritgjörðir um árangur rannsókn-
anna, og eins og sakir standa skortir deildina bolmagn til þess
að standa straum af slíkum kostnaði, en óvænlegt til styrkja, til
þess að létta undir. Það er því áform mitt, að reyna að bæta nokk-
uð úr þessu með því að leita til almennings, til þess að afla fastra
áskrifenda að þeim ritum, sem deildin gefur út, en á undirtekt-
unum byggist það, hvort nokkuð verður gefið út í náinni fram-
tíð, og á fjölda áskrifenda veltur, hve mikið kemur út á ári. Ef
málaleitun mín fær góðar undirtektir, mun verða hafizt handa
um útgáfu þegar í stað, og munu rit þau, sem út verða gefin,
verða þrenns konar:
1. Árleg skýrsla um störf Fiskideildarinnar, fiskirannsóknir
annarra þjóða við Island, ásamt yfirliti yfir rit þau um íslenzka
fiskifræði, sem út hafa komið á öðrum málum.
2. Ritgjörðir um rannsóknir fiskideildarinnar og árangur þeirra.
3. Alþýðleg fræðslurit um ýmis málefni, er snerta útgerðina.
Atvinnudeildin hefir nú til efni í margar ritgjörðir um rann-
sóknir sínar, og vil ég þar helzt nefna (væntanleg heiti ritgjörð-
anna):
1. íslenzki þorkstofninn 1937—1939.
2. íslenzki síldarstofninn 1937—1939.
3. Síldveiði — síldaráta — svif.
4. Ýsurannsóknir 1935—1939.
5. Lúðurannsóknir 1938—1939.
6. íslenzki ufsastofninn 1938—1939.
7. Steinbítsrannsóknir 1936—1939.
8. íslenzka loðnan.
9. Rækjur og leturhumar.
10. Kúskel og kræklingur.