Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 48
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii um stöðum en í Yztakletti, er slæðingur af henni í Stórhöfða, Klifi og Dalfjalli. Leit að litlu sæsvölunni hagaði eg þannig: 1. Gróf upp sæsvöluholur (um 100). 2. Veiddi sæsvölur á nóttunni í uppistöðunet (um 30). 3. Veiddi, sæsvölur í háf (um 100). 4. Á haustin, frá því í sept. fram í nóv., hefi ég fengið unga, sem flogið hafa inn yfir bæinn (um 20). Ástæðuna til þess, hversu lítil vitneskja fram að þessu hefir fengizt um litlu sæsvöluna í Vestmannaeyjum, tel ég vera þá, að fræðimenn hafa aldrei dvalið nógu lengi á varpstöðvunum, og aldrei eða sjaldan að nóttu til. Veiðimönnum hefir heldur aldrei verið sýndur mismunurinn á sæsvölunum, og þeir hafa aðeins verið beðnir að grafa þær út, en aldrei verið beðnir að fara um varpstöðvarnar og veiða þær í háfa á ýmsum stöðum. Ég var orðinn uppgefinn við holugröftinn og nærr.i búinn að missa alla von og trú um árangur af leit minni. Þá datt mér í hug að gjöra herferð á svölurnar með háfum, og nóttina 25. —26. ágúst 1939 framkvæmdi ég þessa hugmynd mína með hjálp nokkurra unglinga, sem dvöldu hjá veiðimönnum í Ell- iðaey. Við vorum 6. Þær sæsvölur, sem veiddust, voru settar í poka, til þess að ég gæti athugað þær allar er við hættum. Á þennan hátt veiddum við 33 sæsvölur á klukkutíma. Við höfðum þá farið yfir nokkuð af norðurhluta eyjarinnar. Eftir að ég kom í tjald mitt athugaði ég hverja sæsvölu og merkti. Þegar merkin þraut, lét ég mér nægja að athuga hverja sæ- svölu, um leið og ég sleppti henni. Þegar ,ég kom með 21. sæ- svölunaí hendinni upp úr pokanum, varð ég agndofa af undr- un og hrifningu, því að út úr hnefanum stóð hið bogstýfða stél litlu sæsvölunnar. Mér fannst, er ég hafði fuglinn í hendi minni, að jafn smá- vaxinn fugl og veikbyggður næði eigi að grafa inn úr hinum þétta og gróskumikla grassverði túnvingulsins (Festuca rubra, L.), sem er aðalgras þurru hólanna, barðanna og hryggjanna, sem stóra frænka hennar grefur holur sínar í. Mér flaug þá í hug, að einn af hjálparmönnum mínum, Ingólfur Guðjóns- son, hafði sagt mér, að hann hefði veitt sérlega smávaxna svölu ofan við svonefnda Skápa.Fyrir aftan kofann í Elliðaey er jarðfall. Jarðfallið er uppgróin urð í botninn, en barmar þess eru rúm mannhæð þar sem þeir eru hæstir. Mest áberandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.