Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 30
122 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN I ■ 111 ■ 11111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 minnzt hefir verið áður, kom það í ljós, að þetta er lirfugerfi djúp- hafsfisks (Idiacanthus), sem er mjög vel þekktur þar syðra. Margar fisklirfur lifa á öðrum stöðum, og við öðruvísi skilyrði heldur en tegundin gerir, þegar hún er fullorðin. Algengast er, að lirfurnar lifi í svifinu, uppi við yfirborðið, jafnvel þótt eggin séu botnlæg (síld) eða þótt fiskurinn sé á fullorðins reki botnfiskur (skarkoli, ýsa). í sambandi við það sjáum við því oft, að sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að samlaga lirfuna svifinu, og létta henni svifið, eins og t. d. að gera yfir- borð líkamans á ýmsan hátt sem fyrir- ferðarmest. 9. mynd sýnir þetta greini- lega. Hún sýnir kolalirfu (úr Indverska hafinu), sem ennþá hefst við í svifinu (5 cm. á lengd). Fremsti geislinn í bak- ugga hennar er þarna nærri jafnlangur líkamanum sjálfum, og þar að auki hafa vaxið út úr honum greinar, eins og til þess að gera yfirborðið stærra. Þetta minnir dálítið á fyrirkomulagið hjá löngu- og keilulirfunum, en þar eru það kviðuggai'nir, sem hafa náð alveg óvana- legri lengd. Fremsti geislaugginn hjá kola- lirfunni, sem sýnd er á 9. mynd og kviðuggarnir hjá löngu og keilulirfunum eru bráðabirgðalíffæri (provisorisk líffæri), sem lirfurnar hafa, en fullorðni fiskurinn þarf ekki á að halda. Á hinn bóginn vantar lifurnar stundum líf- færi, sem hinn fullorðni fiskur hefir tileinkað sér, og þá er það reglan, að lirfan sýnir frumlegra þróunarstig heldur en fullorðni fiskurinn. Þannig eru lirfur flatfiskanna á yngstu stigum ekki „flatvaxnar" heldur hér um bil sívalar, ekki með bæði augun ann- arsvegar á höfðinu, hejdur sitt hvoru megin. Á sama hátt hefir lirfa hrognkelsanna enga veiðikúlu, lirfa sverðfisksins ekkert „sverð“. Sverðið vex ekki fram úr skoltum sverðfisksins fyr en seinna, og kviðuggar hrognkelsalirfunnar breytast ekki fyr en und- ir lok lirfustigsins í veiðikúlu. Einna merkastur þeirra fiska, sem breytingum tekur, er dvalfiskurinn (Echeneis remora. 10. mynd). Fyrir mörgum öldum er hann frægur orðinn, og hann er jafnframt einn af þeim fáu fiskum, sem mannkynssagan hefir snúizt um í 9. mynd. Kolalirfa, þar sem fremsti geisli bakuggans er mjög langur á meðan á lirfustiginu stendur og með hliðargreinum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.