Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 ................iiiiiiiiii.iiiiiiiii........iiiii........... göngum heim til Hvalseyja eitthvað sunnan að, og svo var einnig í þetta skipti. Ég sá eina skammt fyrir framan eyjuna, sem ég var í, og datt í hug að skjóta hana með rifli, sem ég hafði með- ferðis, ef hún gæfi færi á sér. Þegar hún stakk sér, hljóp ég fram á klett á eyjunni, og ætlaði að koma mér þar fyrir. Klett- urinn er þverhníptur að framan, og um leið og ég kem fram á brúnina, verður mér litið niður fyrir. Sé ég þá að urtan er þar að snuðra við sjávarbotninn. Ég sá í opin augun á henni, sem eðlilega sneru upp, en óðar en hún hafði séð mig, þaut hún sem örskot burtu, og hafði ég ekki meira af henni í það sinn. Það er eðli útselsins, að þegar ætið kemur undir vorið og hann losnar úr vetrarsveltinu, að dreifa sér þá með öllum ströndum á meðan hann er að fita sig, og fylgjast þá kynin sjaldan að. Karl- selurinn virðist sækja lengra frá átthögunum heldur en urturnar. Hvalseyjaselurinn fór áður svo sem menn vissu alla leið suður á Skerjafjörð á sumrin, og enn í dag virðist hann fara að minnsta kosti suður á Kollafjörð. Héldu Suðurnesjamenn jafnvel stund- um, að slangurselur sá, sem þar var á sumrin, kæmi alla leið sunn- an frá Eldey. Tjaldui*eyja-selurinn dreifir sér t. d. vestur með Staðarsveit og alla leið vestur að Hellnum eða lengra. Á sumrin halda sömu urturnar sig ár eftir ár á sama stað á meðan þær lifa. Séu þær drepnar, koma vanalega aðrar í þeirra stað. Þegar líður að september fara þær að halda af stað í áttina til kæping- arstöðvanna, og er þá vanalegt að brimlar séu í fylgd með þeim. Urtan ræður því, hvað hratt er farið, en hann dregst í humátt á eftir. Stundum koma þau úr kafi saman, en komið getur fyrir, eins og ég gat um fyrr, að urtan slangri upp undir land, en hann bíður þá fyrir utan á meðan. Oft hefir það undrað mig, hve vel selagólið heyrist í fjarska. Það virðist ekkert heyrast betur, þó að maður sé rétt við hliðina á selnum í skerinu heldur en úr mílna fjarlægð, og eigi bregst, að hljóðið heyrist bezt úr þeirri átt, sem vindur blæs úr næst. Merkilegt er annað við útselsbrimla, en það er, að þó þeir séu dauðskotnir, þá geta þeir haft það til að rakna við aftur eftir nokkurn tíma, eða ganga aftur, eins og við köllum það, og þá eru þeir rétt ódrepandi. Ég var einu sinni búinn að glíma lengi við einn á skutli, sem ég þó skaut upp á skeri, en hann hafði raknað aftur við sér og komist í sjóinn. Það dugði ekki að mola haus- kúpuna á honum, hann hætti ekki að hreyfast fyrr en ég hafði tekið úr honum heilann. Einnig vissi ég dæmi um það, að búið 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.