Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 tiiiiiiiiiimiimiiiiiiitimiiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiii hefir þó fallið úr, sem full ástæða hefði verið til þess að taka með, en það er stormmáfur (Larus canus L.), sem er hér all- tíður haust- og vetrargestur og verpir hér líklega eitthvað. Hverri tegund, sem tekin er til meðferðar, er lýst allná- kvæmlega og í stórum dráttum skýrt frá lfinaðarháttum henn- ar og útbreiðslu. Að lýsingunum væri helst hægt að finna það, að sumstaðar viröast elcki dregin nógw skýrt fram þau einkenni, sem auðveldast er að þekkja fuglana á úti í náttúrunni, hvort sem um er að ræða sitjandi fugla eða fugla á sundi eða flugi. Rödd fuglsins á mismunandi tímum árs og við mismunandi tæki- færi, vængjaburður og flugmáti og ýmislegt fleira, eru þá auk litarins oft glögg tegundareinkenni. Litarlýsingar sumar virð- ast mér óljósari en þörf væri á, vegna þess hversu höf. ákaf- lega víða tengir mó við lýsingarorðið, sem tákna á litinn, t. d. mósvartur, móhvítur, mógrár, mógulur eða dökkmóleitur, hvítmóleitur, Ijósmóleitur, grámóleitur o. s. frv. Upplýsingar þær ,sem höf. gefur um lifnaðarhætti hverrar tegundar, virðast yfirleitt mjög heppilega valdar. Er víðast drepið á það helsta t. d. varphætti, fæðu, ferðir, ef um far- fugla er að ræða, o. s. frv. Höf. er mjög varkár við notkun heimilda um þessi efni og er það stór kostur. Tekur hann að- eins það, sem hann telur að vitað sé með vissu, og hikar ekki við að kannast við það, sem á þekkingu okkar skortir á þessu sviði. Um einstök atriði gætu verið skiftar skoðanir, en því miður eru rannsóknir á lifnaðarháttum fuglanna ekki lengra á veg komnar en það, að oft verður ekki skorið úr því með vissu hvað er regla og hvað er undantekning, og á það ekki síst við hér á landi. Af því, sem hér hefir verið sagt um stærð og efni bókarinn- ar, er augljóst, að hér er ekki um stuttan ákvörðunarleiðarvís- ir, heldur um alþýðlega handbók, að ræða. Menn mega því ekki kippa sér upp við það, þó í bókinni séu hvorki greiningar- lyklar né rissmyndir, til hjálpar við ákvörðun fugla úti í nátt- úrunni, eins og tíðkast í erlendum bókum, sem til þess eru ætlaðar. Slíkt er að vísu galli, en það liggur í augum uppi, að ekki er hægt að sameina alt í einni, bók, og sem alþýðleg hand- bók hefir bók Magnúsar Björnssonar stóra kosti. Frásögnin er með afbrigðum fjörug og málið létt og lipurt og laust við alla mærð. í bókinni úir og grúir af hnyttnum lýsingum, sem bregða upp skýrum myndum af fuglunum, lífi þeirra og hátt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.