Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii og Pétursey eru einhverjar fegurstu blómlendisbrekkur, sem ég hefi nokkurn tíma séð. Blágresi, stúfa, blákolla, mjaðurt, hrútaber, fuglaertur, umfeðmingur, giljaflækja, smári, gulmaðra, peninga- gras, burnirót, maríuvendir, vallhumall, sóleyjar, fíflar, gleym-mér- ey og fleiri blómgresi mynda þar undurfagrar, marglitar blóma- breiður. Er sjálfsagt hlýtt þarna undir hömrunum. Uppi við klett- ana vex töluvert af ginhöfrum (Avena elatior) innan um blómgres- ið. Ginhafrana í Pétursey fann Helgi Jónsson 1901 fyrstur manna. Hávingull vex þarna einnig óræktaður. / Reynishverfi eru engjar miklar og góðar. Þar er gulstör víða aðaljurtin, einkum í nánd við Ósinn, sem flæðir stundum yfir engjarnar og eykur frjóvsemi þeirra. Vestan til eru engjarnar þýfðar á köflum. Þar vex aðallega mýrelfting á þúfnakollunum, en gulstör, mýrastör og horblaðka í lægðunum. Á engjunum vaxa einnig ýmsar starir, sem ég sá ekki í Vík, t. d. hengistör, flóastör, tjarnastör, vetrarkvíðastör, blátoppa- stör, belgjastör, bjúgstör, broddastör, grástör og ígulstör. Algeng- ustu jurtirnar í tjörnum eru fergin, vatnsnál, nykrur, brúsi, mari, lófótur og lónasóley. í Vík vantar tjarnagróður að mestu. Allvíða vex munkahetta og prýða ljósrauðu blómskúfarnir hennar engj- arnar mjög. Syðst er Dyrhólaey, allhár, hömrum girtur höfði. Gróðurlaust sandeyði, sem sjór gengur yfir að mestu í aftaka- veðrum, tengir hana við land. Uppi á Dyrhólaey er veðrasamt mjög og þurrlent. Þar sá ég aðeins eina litla dýjavætu. Sumstaðar ligg- ur við uppblæstri, enda gengur fé í eynni. Á háeynni, kringum vit- ann, er lítill friðaður blettur. / grasbrekkum eyjunnar vaxa einkum vinglar, língresi, snarrótarpuntur, ilmreyr og smári. En í hömr- unum ber mest á hvönnum, burnirót, undafíflum, blágresi, kattar- tungu og skarfakáli. Fann ég alls 89 tegundir í Dyrhólaey, og eru þær auðkenndar með því að x er sett aftan við nafn þeirra í gróður- skrá þeirri, sem hérfer á eftir. 1 Mýrdal öllum fann ég 198 tegundir, og mætti eflaust finna fleiri, ef vel væri leitað. Af sjaldgæfum jurt- um má, eins og áður er getið, nefna skrautpunt, sem allmikið er af í Deildarárgili. Hans er ekki getið sunnanlands fyrr, svo ég viti. Giljaflækja er miklu algengari í Mýrdal en áður var álitið, því auk gamla fundarstaðarins að Höfðabrekku, má nefna Deildarárgil, Garð, Hólsárgil og Pétursey. Þá er ígulstör all-algeng í Reynis- hverfi. Ginhafra má og eflaust telja innlenda, þar sem þeir hafa vaxið í Pétursey a. m. k. síðan um aldamót.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.