Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123 iimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiimiiiiiimiiiiiiimiiimiiimiiimiiimmimiimiiiiiimiiiiiiiiii:miiimiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiiii hjátrú fáfræðinnar. Fiskur þessi er 20—25 cm. á lengd, svo að ekki er nú stærðin sérstaklega mikil, og heimkynni hans er m. a. heitari hlutar Atlantshafsins. Frægð sína hefir hann hlotið af því, að hann hefir sogskál mikla ofan á höfðinu, og með henni getur hann haldið sér föstum á öðrum fiskum. Hann notar líka þennan eigin- 10. mynd. Þróun sogflögunnar á höfði dvslfisksins. leika óspart, og festir sig á háfa og aðra hraðgenga fiska, en jafn- vel einnig á hægfara dýr, eins og skjaldbökur. Á þennan hátt getur hann komizt um heiminn án þess að hafa annað fyrir því en halda sér föstum. Og þegar þar við bætist að hann notar einnig skipin okkar mannanna sem samgöngutæki, verður skiljanlegt að ferðir hans geta orðið nokkuð langar. Enda hefir einu sinni orðið vart við hann hér við ísland, svo sannað sé, og líklega tvisvar áður, þótt eigi sé það fullvíst. Þótt dvalfiskurinn sé ekki stærri en þetta, er hann mjög „sterkur“ í þessari sogskál sinni. Þannig er sagt, að ef dvalfiskur sé látinn í fulla fötu af sjó, og hann fái tækifæri til að soga sig fastan á fötuna, megi taka í sporðinn á honum og lyfta honum sjálfum með fötunni og sjónum án þess að hann sleppi. Fornaldarmenn höfðu einnig tröllatrú á kröftum hans. Þeir héldu að hann gæti haldið skipum föstum, svo þau gætu ekki hreyft sig hið minnsta, og töldu að afl sjóa og storma væri leikföng ein við kröftum hans. Meira að segja er hann sakaður um að hafa ráðið úrslitum sjóorustu, með því að soga sig á annað skipið og halda því föstu á meðan að hitt var að sigrast á því. Þá er það einnig kunnugt, að margar frumstæðar þjóðir nota dvalfiskinn sem eins konar veiðarfæri. Þær veiða einn, binda sterkt band um sporðinn á honum, og sleppa honum svo og gefa út á bandinu. Finni nú dval- fiskurinn skjaldböku eða stóran fisk, sýgur hann sig fastan, og nú getur veiðimaðurinn byrjað að draga veiðina, því svo mikið er víst, að dvalfiskurinn sleppir ekki. Þegar dvalfiskurinn er búinn að soga sig fastan á annan fisk, snýr bak hans eðlilega að fiskinum, þar sem sogflagan er ofan á

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.