Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 42
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar sem við höfum nú eignazt ágætar bækur um fuglana á ís- lenzku. Að lokum vil ég benda á það, að flækingar þeir, sem náðst hafa eða veitt hefir verið athygli hér á landi tvö síðastliðin ár, geta ekki hafa verið nema lítill hluti af flækingum þeim, sem raunverulega hafa heimsótt landið á þessu tímabili. Sjálfsagt hafa fleiri tegundir komið hingað, og margar tegundirnar hefðu áreiðanlega sézt miklu oftar og miklu víðar á landinu, ef at- hugunarmennirnir hefðu verið nógu margir. Enda þótt ýmsir athugulir menn víðsvegar á landinu hafi gert mikilsverðar at- huganir, þá vantar samt athuganir frá stórum svæðum. Á Aust- urlandi hefir mér t. d. ekki tekizt að ná í einn einasta mann, sem gæti eða vildi sinna slíkum athugunum, og yfirleitt má segja að fuglalíf á Austurlandi sé enn lítt rannsakað, og væri því sérstaklega þýðingarmikið að fá slíkar upplýsingar þaðan. Einnig væri mikils virði, að fá sem mestar og nákvæmastar upp- lýsingar um þetta efni frá Suðausturlandi. Það er þegar fengin reynsla fyrir því, að þar verður einna mest vart við sjaldgæfa fugla og flækinga, enda liggur sá hluti landsins beinast við fuglum, sem koma frá nágrannalöndum okkar í Evrópu. Auk þess liggur í augum uppi, að Vatnajökulshálendið með hæsta tindi landsins, Öræfajökli, hlýtur, sem fyrsta landsýn, að draga að sér langt að fugla, sem eru á ferð yfir hafinu. Það er því eng- in tilviljun, að svo mikið ber á flækingum í Öræfunum og víða annars staðar í Skaftafellssýslum. Ég vildi loks mega vænta þess, að þeir, sem hingað til hafa sinnt slíkum athugunum, og aðrir þeir, sem tök hefðu á því, sendu mér framvegis upplýsingar um alla flækinga og hrakn- ingsfugla, sem þeir kynnu að verða varir við, það er að segja upplýsingar um það, hvar og hvenær þeir hafi sézt, hvenær þeir hafi horfið aftur, hve margir á að gizka hafi sézt af hverri teg- und o. s. frv. Ef um óþekkta fugla eða vafafugla er að ræða, þá ætti að skjóta þá, ef nokkur tök eru á því, því að annars er hætt við, að ekki verði skorið úr því með vissu, hvaða tegund það hafi verið. Auk þess mundi ég þiggja fegins hendi allar aðr- ar upplýsingar um fugla og fuglalíf, t. d. komudaga farfugla á vorin, brottfarartíma þeirra á haustin, vetrardvöl fugla, sem almennt eru taldir farfuglar, sjaldgæfa varpfugla og varphætti fugla yfirleitt o. s. frv. Finnur Guömundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.