Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 6
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN en þegar til kom, lagði Bjarni Sæmundsson hvorki fyrir sig ljósmyndagerð né stórskipasmíði, heldur kaus hann lærdóms- brautina. Og hvort sem hin fjölbreytta náttúra æskustöðvanna hefur heillað hug æskumannsins í faðm náttúrufræðinnar eða ekki, þá er hitt víst, að Bjarni varð þegar í æsku fyrir svo sterk- um áhrifum frá úfnum hraunum, fjarlægum fjöllum og óend- anlegri útsýn yfir sæinn, að hann mat aldrei til jafns ýmsa aðra íslenzka náttúrufegurð, eins og til dæmis dalina. Þar kunni hann helzt ekki við sig, hann mat meira útsýn en skjól. Haustið 1883 settist Bjarni Sæmundsson í 1. bekk Lærða skól- ans, þá 16 vetra að aldri. Sex árum síðar útskrifaðist hann úr skólanum sem stúdent, vorið 1889. Þegar sama sumar steig hann á skipsfjöl og sigldi til Kaupmannahafnar og byrjaði þar nám við háskólann strax um haustið. Hann lauk fullnaðarprófi í náttúrufræði og landafræði vorið 1894 og hafði á skólaárum sínum getið sér hvers manns hylli og ágætt lof fyrir sérstaka reglusemi og háttprýði, en þó fyrst og fremst fyrir frábæra náms- hæfileika og ágætan árangur. Nú var undirbúningsskeiðið á enda en lífsstarfið sjálft átti að hefjast. Og ísland kallaði. Strax um sumarið (1894) hvarf Bjarni heim til ættjarðarinnar. Vildi nú svo vel til, að prófessor Þorvaldur Thoroddsen, sem var kennari í Náttúrufræði við Lærða skólann, fékk leyfi til þess að létta af sér nokkru af kennslustundunum vegna vísindalegra anna og velja sér aukakennara, en fyrir valinu varð að sjálfsögðu Bjarni Sæmundsson. Þannig byrjaði hann kennslu í náttúrufræði við Lærða skólann haustið 1894. Næsta ár fékk Thoroddsen leyfi til þess að dvelja vetrarlangt í útlöndum til þess að vinna úr þeim miklu rannsóknargögnum, sem hann hafði safnað á ferðum sín- um um landið þvert og endilangt mörg undanfarin ár og var þá Bjarni settur kennari í hans stað á meðan. En Thoroddsen hvarf nú alveg inn í rannsóknastarfið og fékk lausn frá embætti haust- ið 1899. Var þá Bjarni þegar í stað settur fastur kennari og veitt embættið í apríl næsta ár (1900). Þessu embætti gegndi hann síðan þangað til haustið 1923 eða í samfleytt 29 ár (frá 1894). Hinn 26. september 1896 kvæntist Bjarni Sæmundsson Steinunni Guðmundssen, dóttur Sveins kaupmanns Guðmunds- sens frá Búðum og konu hans, frú Kristínar (f. Siemsen). Hjóna- band þeirra varð hið farsælasta og var heimili þeirra til fyrir- myndar um reglu og háttprýði. Þeim varð þriggja dætra auðið, en einni þeirra, Sigríði að nafni, urðu þau að sjá á bak árið 1919.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.