Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
105
útvegur og alþjóða náttúruvísindi, tekið jafn Tiröðum framförum,
eins og á þessari öld. Átökin til framfara hafa verið svo almenn,
að dagsverk einstaklingsins hefir að mestu kafnað í straumnum,
ekki sízt þegar einstaklingarnir hafa kosið að vinna í kyrþey
og haft óbeit á umbrotum. Yfir slíka menn hefir tíminn liðið
hljótt og viðurkenningar samtíðarinnar látið bíða eftir sér. Bjarni
Sæmundsson vann starf sitt í kyrrþey, lét eins lítið á sér bera
og unnt var. En verk hans töluðu með slíkri röddu, að ekki
varð hjá- því komizt að hann fengi nokkra viðurkenningu fyrir
störf sín, og hún kom. íslenzka ríkið sæmdi hann heiðursmerki
og danska ríkið einnig, Náttúrufræðifélagið gerði hann að heið-
ursfélaga og Dansk Naturhistoristisk Forening kaus hann sem
bréfafélaga. En mesta viðurkenningin, og sú, sem fáum hlotn-
ast, var sú, að Hafnarháskóli kjöri hann sem heiðursdoktor í
heimspeki á 450 ára afmæli sínu árið 1929. Bjarni Sæmundsson
var reglumaður svo að til mikillar fyrirmyndar var. Hann var
fastur í skapi og trygglyndur, eins og alúð hans á æskustöðvum
og æskuvinum bar með sér, hann kaus að eiga fáa vini en velja
þá vel. Okkur náttúrufræðingum, bæði íslenzkum og erlendum,
sem áttum því láni að fagna að þekkja dr. Bjarna og vinna með
honum, er mikil sorg í burtför hans. Við minnumst með hlýjum
huga margra ánægjulegra og lærdómsríkra samverustunda með
Ijúfmenninu og vísindamanninum Bjarna Sæmundssyni, bæði á
sjó og landi. En löngu eftir að okkar bein eru fúnuð mun minning
hans lifa í því dagsverki, sem eftir hann liggur. Hún mun lifa
í náttúrufræðikennslunni í íslenzkum skólum, meðal íslenzkra
sjómanna, í Náttúrugripasafninu í Reykjavík, í hinum mjög
mörgu ritum hans á tungu þjóðarinnar, og á Evrópuhöfunum,
þar sem fáni fiskirannsóknanna er dreginn að hún.