Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 28
120 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN annars eðlis en þau, sem samtímis hlóðu upp basaltspildurnar miklu í Norður-Atlantshafi, og óveruleg í samanburði við þau. Þegar þess er einnig gætt, hve skánsku eldstöðvarnar voru af- skekktar frá meginsvæði eldsumbrotanna, er það mjög svo hæp- ið, að þær verði með réttu taldar til þessa svæðis (4, 14 og 21. Tölurnar vísa til ritskrárinnar, bls. 127—128). - Basaltið og dólerítið á Svalbarða hefir löngum verið talið til Túle-regíónarinnar, og var það í alla staði eðlilegt, meðan menn töldu það tertíert að aldri. En það gerði t. d. Nordenskiöld árið 1921. Nýjustu Svalbarðarannsóknirnar hafa nú leitt í ljós, að a m. k. langmestur hluti basaltsins og dólerítsins í þessum eyj- um er frá efra júra og neðri krít, en engar jarðeldaminjar hafa fundizt þar frá efri krít né frá tertíertímanum. Ennfremur hefur komið í ljós, að stórkostlegar jarðskorpuhræringar með miklum sprungumyndunum og landsigum hafa átt sér þar stað á tertíer- tímanum. En það er eftirtektarvert, að ekkert magma*) hefur komið upp úr þeim sprungum eða upp í þær. Jarðeldurinn (vúl- kanisminn) virðist því hafa verið dauður úr öllum æðum á Sval- barða um þessar mundir. Af því, sem nú hefur verið sagt um árangur síðustu Svalbarða- rannsókna, er einsætt, að ástæðulaust er og óréttmætt að telja Svalbarðabasaltið til brezk-íslenzku próvinsunnar, enda er það engu síður afskekkt frá henni en skánska basaltið, sem fyrr var um getið (6, 22 og 11). Basalthéraðið á Vestur-Grænlandi tekur yfir eyjarnar Diskó og Héraey, skagann Nugssuak og nokkrar smáeyjar lengra norð- ur. Þessir landshlutar á vesturströnd Grænlands standast nokk- urn veginn á við austur-grænlenzka basaltsvæðið og eru í h. u. b. beinu framhaldi af basaltbeltinu, sem liggur frá Bretlandi um Færeyjar og ísland til Austur-Grænlands, þ. e- a. s. brezk-ís- lenzku próvinsunni (í þrengri merkingu). Áður fyrr var talið sennilegt, að basaltsvæðin á austur- og *) Svo nefnist hin glóandi heita bergkvika djúpt niSri í jarðskorp- unni eða undir henni. Við storknun magmans myndast fast berg, t. d. hleifar og gangar niðri í jarðskorpunni, en hraun, vikur, aska o. s. frv., ef það fær framrás upp á yfirborð jarðar, Orðið er grískt og merkir upphaflega „deig“,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.