Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 28
120 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN annars eðlis en þau, sem samtímis hlóðu upp basaltspildurnar miklu í Norður-Atlantshafi, og óveruleg í samanburði við þau. Þegar þess er einnig gætt, hve skánsku eldstöðvarnar voru af- skekktar frá meginsvæði eldsumbrotanna, er það mjög svo hæp- ið, að þær verði með réttu taldar til þessa svæðis (4, 14 og 21. Tölurnar vísa til ritskrárinnar, bls. 127—128). - Basaltið og dólerítið á Svalbarða hefir löngum verið talið til Túle-regíónarinnar, og var það í alla staði eðlilegt, meðan menn töldu það tertíert að aldri. En það gerði t. d. Nordenskiöld árið 1921. Nýjustu Svalbarðarannsóknirnar hafa nú leitt í ljós, að a m. k. langmestur hluti basaltsins og dólerítsins í þessum eyj- um er frá efra júra og neðri krít, en engar jarðeldaminjar hafa fundizt þar frá efri krít né frá tertíertímanum. Ennfremur hefur komið í ljós, að stórkostlegar jarðskorpuhræringar með miklum sprungumyndunum og landsigum hafa átt sér þar stað á tertíer- tímanum. En það er eftirtektarvert, að ekkert magma*) hefur komið upp úr þeim sprungum eða upp í þær. Jarðeldurinn (vúl- kanisminn) virðist því hafa verið dauður úr öllum æðum á Sval- barða um þessar mundir. Af því, sem nú hefur verið sagt um árangur síðustu Svalbarða- rannsókna, er einsætt, að ástæðulaust er og óréttmætt að telja Svalbarðabasaltið til brezk-íslenzku próvinsunnar, enda er það engu síður afskekkt frá henni en skánska basaltið, sem fyrr var um getið (6, 22 og 11). Basalthéraðið á Vestur-Grænlandi tekur yfir eyjarnar Diskó og Héraey, skagann Nugssuak og nokkrar smáeyjar lengra norð- ur. Þessir landshlutar á vesturströnd Grænlands standast nokk- urn veginn á við austur-grænlenzka basaltsvæðið og eru í h. u. b. beinu framhaldi af basaltbeltinu, sem liggur frá Bretlandi um Færeyjar og ísland til Austur-Grænlands, þ. e- a. s. brezk-ís- lenzku próvinsunni (í þrengri merkingu). Áður fyrr var talið sennilegt, að basaltsvæðin á austur- og *) Svo nefnist hin glóandi heita bergkvika djúpt niSri í jarðskorp- unni eða undir henni. Við storknun magmans myndast fast berg, t. d. hleifar og gangar niðri í jarðskorpunni, en hraun, vikur, aska o. s. frv., ef það fær framrás upp á yfirborð jarðar, Orðið er grískt og merkir upphaflega „deig“,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.