Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 34
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN upp frá því runnið á þurru landi og myndað venjuleg basaltlög, og er það efri deild basaltmyndunarinnar. A Nugssuak-skaga, Diskó og víðar á Vestur-Grænlandi hafa fundizt plöntuleifar, bæði í millilögum milli basaltlaganna og utan við basaltformasjónina. Heer fékk safn þaðan til athugunar og taldi vera frá míósen, eins og honum var gjarnt. Seinna hafa aðrir steingervingafræðingar ráðið aldur sömu jarðlaga af skelj- um og öðrum dýraleifum, er þau höfðu að geyma og reyndust þau þá miklu eldri en Heer hafði haldið fram, sum jafnvel frá efri krít. Loks skal hér talið eitt dæmi til viðbótar um það, hve Heer var gjarnt á að telja tertíerar plöntuleifar til míósen. Hann rann- sakaði safn slíkra plöntuleifa frá Spitsbergen og taldi þær hik- laust míósenar. Seinna fundust lindýraskeljar í þessum sömu jarðlögum og voru þær wrannsakaðar af Dananum Ravn, Svíanum Hágg og Þjóðverjanum Gripp. Voru þeir allir sammála um, að myndunin væri eósen (eða paleósen). Af því, sem nú hefur verið sagt, er sýnt, að í þessum þremur löndum (eða landshlutum), Vestur-Grænlandi, Austur-Grænlandi og Bretlandi, hafa eldsumbrotin hafizt um mjög líkt leyti, þ. e. á mótum krítar og tertíers, og síðan haldið áfram á (paleósen og) eósen (3, 13 og 18). Um Færeyjar þarf ekki að fjölyrða. Má heita, að allt fast berg þar í landi teljist til basaltmyndunarinnar, en undirlag hennar getur hvergi að líta fremur en hér á íslandi. Surtarbrandslög eru fremur mikil í Færeyjum, einkum í Suðurey og Mykjunesi. En surtarbrandsflóran er fátækleg, og er mjög lítið á henni að græða um aldur jarðlaga- Aðeins tvær plöntutegundir þekkjast með nokkurri vissu, og eru það barrviðirnir Sequoia Langsdorfí'ii ogTaxodium disticum forma miocenum (nafngift samkv. kenn- ingu Heers!). Báðar tegundirnar eru algengar í surtarbrands- flóru hinna basaltlandanna allra, sem hér getur um (16, 17 og 24). Eins og kunnugt er, rannsakaði Heer enn fremur plöntustein- gervinga úr surtarbrandslögunum hér á íslandi og taldi þá einnig míósena. Síðan hefur almennt verið talið, að surtarbrandurinn og basaltið, sem hann er í, séu míósen að aldri. Heer getur þess sjálfur í ritinu sínu fræga, „Flora fossilis arctica“, að surtar- brandsflórurnar, hin íslenzka og hin skozka, séu mjög áþekkar,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.