Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 34
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN upp frá því runnið á þurru landi og myndað venjuleg basaltlög, og er það efri deild basaltmyndunarinnar. A Nugssuak-skaga, Diskó og víðar á Vestur-Grænlandi hafa fundizt plöntuleifar, bæði í millilögum milli basaltlaganna og utan við basaltformasjónina. Heer fékk safn þaðan til athugunar og taldi vera frá míósen, eins og honum var gjarnt. Seinna hafa aðrir steingervingafræðingar ráðið aldur sömu jarðlaga af skelj- um og öðrum dýraleifum, er þau höfðu að geyma og reyndust þau þá miklu eldri en Heer hafði haldið fram, sum jafnvel frá efri krít. Loks skal hér talið eitt dæmi til viðbótar um það, hve Heer var gjarnt á að telja tertíerar plöntuleifar til míósen. Hann rann- sakaði safn slíkra plöntuleifa frá Spitsbergen og taldi þær hik- laust míósenar. Seinna fundust lindýraskeljar í þessum sömu jarðlögum og voru þær wrannsakaðar af Dananum Ravn, Svíanum Hágg og Þjóðverjanum Gripp. Voru þeir allir sammála um, að myndunin væri eósen (eða paleósen). Af því, sem nú hefur verið sagt, er sýnt, að í þessum þremur löndum (eða landshlutum), Vestur-Grænlandi, Austur-Grænlandi og Bretlandi, hafa eldsumbrotin hafizt um mjög líkt leyti, þ. e. á mótum krítar og tertíers, og síðan haldið áfram á (paleósen og) eósen (3, 13 og 18). Um Færeyjar þarf ekki að fjölyrða. Má heita, að allt fast berg þar í landi teljist til basaltmyndunarinnar, en undirlag hennar getur hvergi að líta fremur en hér á íslandi. Surtarbrandslög eru fremur mikil í Færeyjum, einkum í Suðurey og Mykjunesi. En surtarbrandsflóran er fátækleg, og er mjög lítið á henni að græða um aldur jarðlaga- Aðeins tvær plöntutegundir þekkjast með nokkurri vissu, og eru það barrviðirnir Sequoia Langsdorfí'ii ogTaxodium disticum forma miocenum (nafngift samkv. kenn- ingu Heers!). Báðar tegundirnar eru algengar í surtarbrands- flóru hinna basaltlandanna allra, sem hér getur um (16, 17 og 24). Eins og kunnugt er, rannsakaði Heer enn fremur plöntustein- gervinga úr surtarbrandslögunum hér á íslandi og taldi þá einnig míósena. Síðan hefur almennt verið talið, að surtarbrandurinn og basaltið, sem hann er í, séu míósen að aldri. Heer getur þess sjálfur í ritinu sínu fræga, „Flora fossilis arctica“, að surtar- brandsflórurnar, hin íslenzka og hin skozka, séu mjög áþekkar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.