Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 37
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 129 GEIR GÍGJA: UM HCJSFLUGUNA Húsflugan er eitt af þeim skordýrum, sem allra bezt hafa verið rannsökuð. Það er einkum þrennt, sem því veldur, að þessi dýrategund hefir verið betur rannsökuð en flest önnur skordýr. í fyrsta lagi er hún í híbýlum manna, svo það eru hæg heima- tökin að ná í hana. í öðru lagi er hún útbreidd um meirihluta jarðar, þar sem menn og húsdýr hafast við, svo flestir vísinda- menn hafa hana í heimalandi sínu. Og í þriðja lagi er hún mesti skaðræðisgripur, svo það var nauðsynlegt að taka hana til ýtar- iegrar rannsóknar bæði um byggingu og lifnaðarhætti. Hér á landi er húsflugan mest við sjávarsíðuna í kauptúnum og kaup- stöðum. Húsflugan heyrir til þeim skordýrum, sem nefnast tvívængj- ur (Diptera), og í daglegu tali eru nefnd flugur. Hér á landi eru um 250 tegundir af flugum. Flugurnar eru meðal annars auðþekktar á því, að aðeins framvængirnir eru fullþroskaðir flugvængir, en afturvængirnir eru ummyndaðir í kólfa, sem sveiflast fram og aftur þegar flugan flýgur.*) Líkama húsflugunnar er eins og annarra skordýra deilt í þrjá aðalhluta: höfuð, frambol og afturbol. Á höfðinu eru tvö augu, sem hylja að metsu hliðar þess. Ef við skoðum fluguna í stækk- unargleri, sjáum við greinilega, að hvort þessara augna er sam- sett af fjölda mörgum smáaugum. Okkur virðast þau vera óteljandi, en vísindamönnum hefir þó tekizt að telja þau og þeir segja, að það séu um 4000 smá-augu í hverju auga húsflugunnar. Það mætti nú ætla, að sjónin væri það sæmileg, með þessum tveimur samsettu augum, að þau nægðu húsflugunni. En svo er þó ekki, því auk þess hefir hún þrjú smá augu ofan á höfðinu. Framan á höfðinu eru fálmararnir. Þeir eru alsettir hárum, sem flugan skynjar með. Neðan á höfðinu er sograninn. Hann er stinnur og útspertur, *) Eins og kunnugt er, hafa sk'ordýrin vanalega fjóra vængi (sbr. fiðrildi).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.