Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 40
132 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Blóðæðakerfið er þannig, að hjartað, sem er löng og liðskipt pípa, liggur eftir endilöngum afturbolnum efst í holinu. Það er með fimm hólfum og opum á hliðum og framenda. Þegar hjartað dregst saman — slær — þrýstist blóðstraumurinn fram í gegnum hólfin og út í holrúm líkamans. Sérstakar æðar er varla hægt að segja að séu fyrir hendi, en þó fer blóðið eftir sérstök- um leiðum um holrúm líkamans og til hjartans aftur inn um hliðaropin. Blóðið er litlaust. Það flytur næringarefni til vefjanna og úr- gangsefni þaðan aftur til þvagfæranna. Blóðið hefur einnig mikla þýðingu við útþenslu á ýmsum líffærum líkamans, svo sem ranans, eins og fyrr er sagt, og einnig vængjanna, þegar dýrið hefur sig í fyrsta skipti til flugs. Um skynfæri flugunnar er það að segja, að allur líkaminn er þakinn tilfinningarnæmum hárum, en þó er mest af þeim á fálmurum, rana, vængjum og svifkólfum. Þessi tilfinninganæmu hár geta verið á fleiri en einn veg, en þau eru hol og hreyfanleg. Það virðist ekki í fljótu bragði, að kólfarnir hafi mikla þýð- ingu fyrir flugið, en þó er það svo, því ef annar kólfurinn er tekinn burtu, er flugið þunglamalegt og erfitt, en missist þeir báðir, er dýrið nærri flugvana. Það er talið að kólfarnir hjálpi flugunum til að halda jafnvægi. Sennilega getur húsflugan ekki skynjað hljóð. En foæði hús- flugan og aðrar flugur geta fundið bragð og lykt, en þó fiski- flugurnar líklega allra bezt. Skynfæri lyktarinnar eru í fremstu liðum fálmaranna. Bragðskynjunin er í rananum — í hárum, sem eru á vörunum, er einnig í hinum fíngerðu skorum varanna. Einkum eru varirnar taldar næmar fyrir sykri. Nýjustu rann- sóknir benda einnig til þess, að flugan geti skynjað bragð með fótunum, en ekki eru þar þó enn fundin sérstök skynfæri. Sérstak- lega er bragðskynjun fótanna næm fyrir reyrsykri eða sextán sinnum næmari en varir flugunnar, og 100—200 sinnum næmari en tunga mannsins. Flestir hafa veitt því eftirtekt, hvað flugur eru sólgnar í sykur. Þær geta lifað margar vikur á eimuðu vatni og örlitlu af reyrsykri. En það er ekki aðeins hjá húsflugunni að bragðskynjunin er í fótunum. Það er einnig hjá fleiri flugum og nokkrum fiðrildum. Þar á meðal aðmírálsfiðrildinu, sem fundizt hefur nokkrum sinnum hér á landi. Sjónskynjunin er í hinum samsettu augum, sem hylja meiri hluta höfuðsins. Mörg skordýr geta skynjað liti. Mest hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.