Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 45
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
137
Erlendis hafa verið gerðar nákvæmar rannsóknir á því, hvað
mikið væri af húsflguum á hverjum tíma að sumrinu, og þær
rannsóknir hafa sýnt, að það eru tímaskipti að mergð flugunnar,
sem fer eftir veðráttu og staðháttum.
Þegar haustar og veðráttan kólnar, smáfækkar flugunum
þangað til engin sést eftir. En hvað verður af þeim, þegar þær
hverfa á haustin?
Þannig hefir margur spurt, og vísindamennirnir hafa leitast
við að svara spurningunni. Húsflugan getur lifað yfir veturinn
bæði sem lirfa, púpa og fullvaxin fluga. Hún getur aukið kyn
sitt, hvenær sem er á árinu, ef hún hefir hæfilegan hita, nóga
fæðu og sæmilegan stað til þroskunar afkvæmisnis. Og það eru
þessar ytri ástæður, sem hafa mest að segja um það, hvað þróun
húsflugunnar er ör. En þó flugurnar geti lifað að vetrinum,
drepast margar þeirra á haustin, þegar þær hafa lokið ætlunar-
starfi sínu. En aðrar draga sig í hlé, og falla jafnvel í dvala-
kennt ástand og bíða þar til batnar í ári. Húsflugurnar þurfa
nokkuð mikinn hita til þess að vera í fullu fjöri. Þegar hitinn
er kominn niður í 10 stig, eru þær þunglamalegar, en geta þó
skriðið um og tekið fæðu.
Hve lengi húsflugan getur lifað frjáls úti í náttúrunni er
ekki auðið að segja, en í rannsóknarstofum lifa þær venjulega
5—8 vikur, en í einstökum tilfellum allt að 10 vikur. Sennilegt
þykir að húsflugan lifi venjulega, þar sem hún er frjáls, allt að
þrem vikum. En það virðist augljóst, að líf flugunnar endist leng-
ur, ef kalt er í veðri, heldur en ef hlýtt er. Eftir því sem hlýrra
er, verða allar efnabreytingar líkamans örari, auðvitað þó ekki
nema að ákveðnu marki.
Eitt sinn var tilraun gerð með það, að merkja flugur, til þess
að sjá hve gamlar þær yrðu. Nýklaktar flugur voru teknar og
litaðar, og þeim síðan sleppt á bóndabæ nokkrum, og átti að sjá,
hve lengi stofninn héldi sér. En þetta bar ekki tilætlaðan ár-
angur, liturinn hvarf, meðal annars af þvi, hvað flugurnar voru
gjarnar á að snyrta sig til með fótunum.
Húsflugan hefir sitt böl að bera eins og önnur dýr viðvíkj-
andi sjúkdómum. Það eru bæði sjúkdómar, sem stafa af bakt-
eríum, og þó eiknum flugumyglan (Empusa muscae), sem er hús-
flugunnar algengasti og hættulegasti sjúkdómur, og er talinn
ásækja hana hvar sem er á hnettinum, en þó einkum á norður-