Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 50
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
reyndar sé það algengt í yngri jarðfræðibókmenntum um ísland
að láta þessar tvær myndanir grípa hvora inn í aðra og mynda
eina óskiljanlega samsteypu. En Thoroddsen hélt þessum mynd-
unum skýrt aðgreindum, sem rétt er. Thoroddsen taldi og mó-
bergið yngra en basaltið, en umfram það er lítið vitað um sam-
band svæðanna þriggja, og um óslitna myndunarsögu landsins
hefir aldrei verið að ræða. Þannig standa sakirnar er Þorvaldur
og dr. Helgi hætta störfum. Síðan hafa margir menn starfað að
jarðfræðirannsóknum á Islandi og mikið verk verið unnið, eins
og nú skal lítillega drepið á.
Guðmundur Bárðarson rannsakaði mikið skeljaleifar. Rakti
hann með frábærri nákvæmni forna (postglaciala) marbakka við
Húnaflóa, Borgarfjörð og Hvalfjörð og ákvað skelja- og kuðunga-
leifar, er þeir geyma, og réð af þeim breytingar á sjávarhita og
sjávarmáli eftir lok ísaldar. Þá samdi hann fyrstu ýtarlegu lýs-
inguna á hinum frægu skeljaleifum á Tjörnesi ■
Niels Nielsen hefir mikið rannsakað móbergið á Suðurlandi
ásamt Pálma Hannessyni, sem víða hefur ferðazt um landið.
Telur Nielsen í ritum sínum móbergið mjög sundurleitt sam-
safn af myndunum frá hinum kvarteru ísöldum og milliskeið-
um þeirra, í samræmi við skoðanir Helga Péturss, og hafa að
geyma meðal annars jökla- og vatnamyndanir, eldfjallaösku,
vikur, hraunklepra og foksand. Jóhannes Áskelsson hefur rakið
postglaciöl sjávarmörk á Suðurlandi og ákvarðað skeljaleifarnar,
sem þeim fylgja. Þá fann hann kuldaskel í Breiðuvíkurlögunum
á Tjörnesi og áleit því eins og Helgi Péturss áður, að þessi lög
væru frá kvartera jökultímanum. Helgi Péturss hafði fundið
kuldaskeljar hátt yfir sjó í Búlandshöfða. Jóhannes og Guðmund-
ur Bárðarson hafa rakið þesSi ævagömlu skeljalög víða um Snæ-
fellsnesið og talið þau kvarter, enda þótt ca. 800 m. þykkar mó-
bergs- og grágrýtismyndanir hvíli ofan á þeim. Þorkell Þorkels-
son fann gróðurleifar í nánd við Reykjavík, sem vafalaust eru
frá hlýviðrisskeiði á jökultímanum og Jakob Líndal fann einnig
samskonar myndun í Víðidalnum, en ekki hefir verið unnt að
segja neitt um það, hvort þessar myndanir séu frá sama skeið-
inu. M. A. Peacock hefir gert merkilegar steinafræðilegar rann-
sóknir á íslenzkum bergtegundum.
L. Hawkes skoðaði Tjörnesið og millilög í Fnjóskadalnum og
andmælti þeirri skoðun Helga Péturss, að þessi lög séu jökla-
myndanir. Þjóðverjarnir v. Knebel, Reck, Spethmann og Erkes,