Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 50
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN reyndar sé það algengt í yngri jarðfræðibókmenntum um ísland að láta þessar tvær myndanir grípa hvora inn í aðra og mynda eina óskiljanlega samsteypu. En Thoroddsen hélt þessum mynd- unum skýrt aðgreindum, sem rétt er. Thoroddsen taldi og mó- bergið yngra en basaltið, en umfram það er lítið vitað um sam- band svæðanna þriggja, og um óslitna myndunarsögu landsins hefir aldrei verið að ræða. Þannig standa sakirnar er Þorvaldur og dr. Helgi hætta störfum. Síðan hafa margir menn starfað að jarðfræðirannsóknum á Islandi og mikið verk verið unnið, eins og nú skal lítillega drepið á. Guðmundur Bárðarson rannsakaði mikið skeljaleifar. Rakti hann með frábærri nákvæmni forna (postglaciala) marbakka við Húnaflóa, Borgarfjörð og Hvalfjörð og ákvað skelja- og kuðunga- leifar, er þeir geyma, og réð af þeim breytingar á sjávarhita og sjávarmáli eftir lok ísaldar. Þá samdi hann fyrstu ýtarlegu lýs- inguna á hinum frægu skeljaleifum á Tjörnesi ■ Niels Nielsen hefir mikið rannsakað móbergið á Suðurlandi ásamt Pálma Hannessyni, sem víða hefur ferðazt um landið. Telur Nielsen í ritum sínum móbergið mjög sundurleitt sam- safn af myndunum frá hinum kvarteru ísöldum og milliskeið- um þeirra, í samræmi við skoðanir Helga Péturss, og hafa að geyma meðal annars jökla- og vatnamyndanir, eldfjallaösku, vikur, hraunklepra og foksand. Jóhannes Áskelsson hefur rakið postglaciöl sjávarmörk á Suðurlandi og ákvarðað skeljaleifarnar, sem þeim fylgja. Þá fann hann kuldaskel í Breiðuvíkurlögunum á Tjörnesi og áleit því eins og Helgi Péturss áður, að þessi lög væru frá kvartera jökultímanum. Helgi Péturss hafði fundið kuldaskeljar hátt yfir sjó í Búlandshöfða. Jóhannes og Guðmund- ur Bárðarson hafa rakið þesSi ævagömlu skeljalög víða um Snæ- fellsnesið og talið þau kvarter, enda þótt ca. 800 m. þykkar mó- bergs- og grágrýtismyndanir hvíli ofan á þeim. Þorkell Þorkels- son fann gróðurleifar í nánd við Reykjavík, sem vafalaust eru frá hlýviðrisskeiði á jökultímanum og Jakob Líndal fann einnig samskonar myndun í Víðidalnum, en ekki hefir verið unnt að segja neitt um það, hvort þessar myndanir séu frá sama skeið- inu. M. A. Peacock hefir gert merkilegar steinafræðilegar rann- sóknir á íslenzkum bergtegundum. L. Hawkes skoðaði Tjörnesið og millilög í Fnjóskadalnum og andmælti þeirri skoðun Helga Péturss, að þessi lög séu jökla- myndanir. Þjóðverjarnir v. Knebel, Reck, Spethmann og Erkes,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.