Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 hafa einkum rannsakað yngri eldfjöll og hraun þeirra, og Oetting og Iwan hafa sett fram þá skoðun á myndun móbergsfjallanna, að umhverfi þeirra hafi grafizt burt af jöklum. Sigurður Þórarinsson hefir skrifað merkilegar ritgerðir um Vatnajökul í samvinnu við H- W. Ahlmann og mun nú hafa til meðferðar sögu íslenzku jöklanna frá því á landnámsöld. Guðmundur Kjartansson hefir rannsakað færslu jökulrand- arinnar í Hreppunum í lok ísaldar. Merkilegar rannsóknir framkvæmdi stór þýzkur leiðangur fyrir nokkrum árum. Aðdráttarafl jarðar var mælt víða á Norður- iandi, en af slíkum mælingum má draga ályktanir um byggingu jarðlaga undir íslandi og er það í fyrsta sinn, sem það er gert hér á landi. Þá var mæld nákvæmlega vegalengdin á milli tveggja staða sitt hvoru megin við móbergssvæðið, í þeim til- gangi að ákveða með endurtekningu mælinganna, hvort hinum miklu sprungumyndunum í Þingeyjarsýslum sé samfara gliðn- un á landinu. Af þeim, sem að þessum mælingum störfuðu, má nefna Niemzsyck, Ansel, Bernauer. Af þessu yfirliti er ljóst, að enn hefir skort tilfinnanlega rann- sókn á hinu forna basalti, þótt undarlegt megi virðast, þar sem meiri hluti landsins er úr því gerður, og er því ekki að furða, þó að myndunarsagan hafi verið slitrótt og um leið röng. II. Tjörnesið mun mega telja merkilegasta hluta landsins í jarð- fræðilegu tilliti, því að auk hinna þekktu skeljalaga er þar að finna allar helztu myndanir landsins og þegar nánar er að gáð, bir.tist í því spegilmynd af byggingu alls landsins. Elzta mynd- unin á nesinu er mjög fornfálegt basalt, sem fram kemur í Héð- inshöfða, en nær þaðan suður og austur á bóginn, myndar Húsa- víkurfjall og undirstöðu Búrfells og fjallanna sunnan og austan við það. Við Búrfell nær basaltið upp í 500 m hæð, en hallar þaðan jafnt til sjávarmáls við Héðinshöfða. Víða eru lög þessi snarhallandi, 25—35°, öll sundurkramin og alsett sprungum, sem fylltar eru kvarzi og zeolítum, en holur allar fylltar krystöll- um. Þetta eru hin greinilegustu ellimörk og hefi ég hvergi séð svo ellilegt basalt á Mið-Norðurlandi. Ætla ég því, að um ein- hverja elztu deild basaltsins sé að ræða. Að innri byggingu er þessi bergtegund þó ekki verulega frábrugðin yngra basalti.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.