Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 verk er að ræða. Ég tel því augljóst, að meitlun landsins út úr hinni fornu hásléttu hafi byrjað löngu fyrir kvartertímann. En einnig frá öðru sjónarmiði fæst sama niðurstaða, en það er þegar athugaðar eru ísaldarmyndanirnar, eins og drepið er á í fyrri grein minni. Hærri fjöll hafa alltaf staðið upp úr ís- breiðunni, sérstaklega á útjöðrum landsins, sem sýnir, að dal- irnir voru til er ísinn kom, enda er ég sannfærður um, að með tímanum muni leifar ísaldarinnar finnast í dölunum og saga hennar þar rakin. Skal ég í því sambandi geta þess, að í sumar er leið fann ég hjá Húsavík greinilegar ísrákir eftir 7 jökulskeið, og sennilega má hér benda á 9—10 jökulskeið. Er jökullinn skreið fram á fyrsta skeiðinu gekk hann yfir öskuharðan botn- leir og slípaði yfirborð hans. Jökullinn gekk til baka og mynd- aðist þá nýtt lag af botnleir ofan á því fyrra og náði einnig að verða öskuhart áður en næsti jökull kom og slípaði það, og þannig koll af kolli. Sennilega hefir því liðið langur tími á milli jökulskeiðanna og að þeim meðtöldum liggur í þessum botnleir saga óralangs tíma. Hve stór hluti kvartera tímabilsins það er, er þó enn óráðin gáta. En þessar jökulmenjar eru eigi að síður yngri en aðaldrættir landslagsins á Tjörnesi. Trausti Einarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.