Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 58
150 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN INGÓLFUR DAVÍÐSSON: LYKILL TIL AÐ ÁKVARÐA ÓBLÖMGAÐAR STARIR (og þursaskegg) Oft er erfitt að ákvarða ýmsar starartegundir með vissu. Vetur- inn 1936 athugaði ég nokkuð íslenzkar starir í grasasafninu í Kaupmannahöfn og gerði frumdrætti að greiningarlykli, er nota mætti við óblómguð eintök. Hefi svo bætt ögn við síðar. Hefi ég þar farið eftir ytri gerð blaða og sprota. Blöðin eru fyrst soðin í vínanda (alkóhóli), síðan í eimdu vatni og loks í glyceríni. Þá eru þau vel hæf til skoðunar í smásjá. Athugaði ég einkum miðju blaðanna í smásjá. Varaopin eru talsvert mismunandi á tegund- unum. Venjulegast eru varafrumurnar í sömu hæð og húðfrum- urnar í kring, en hjá nokkrum störum liggja varafrumurnar lægra, eins og niðurgrafnar, og eru varaopin þá iðulega hálf- hulin af húðtotum, sem skaga út frá frumunum umhverfis. Oft- ast eru aðeins varaop á neðra borði blaðanna, en samt finnast varaop einnig á efra borði blaðanna hjá eftirtöldum tegundum: Blátoppastör (Carex canescens). Marstör (C. salina var. katte- gatensis). Línstör (C. brunnescens). Aðeins fá. Mýrarstör (C. Good- enoughii). Skriðstör (C. norvegica). Rauðstör (C. rufina). Efju- stör (C. Subspatacea). Gulstör (C. Lyngbyei). (Og ef til vill hjá fleiri tegundum). Húðfrumurnar á efra borði blaðanna eru venjulega mikið stærri en húðfrumurnar á neðra borði. Á blöðum allmargra stara eru einkennilegar húðtotur (Papillae). Vaxa þær út úr húð- frumunum og hylja oft varaopin að mestu. Suðrænar starir hafa sjaldan húðtotur. Samkvæmt rannsóknum Raunkiærs eru húð- totur á 58% grænlenzkra og 49 % danskra starategunda. Ég hefi séð greinilegar húðtotur á 55% íslenzkra stara. Eru toturnar ýmist báðu megin á blöðunum eða aðeins öðru hvoru megin. Gerð totanna er einnig töluvert mismunandi (flatar eða upp- réttar: C eða O). Má nota þessi einkenni við ákvörðun. Svo er litur blaða og blaðslíðra, stærð þeirra og lögun, renglur eða vöntun á þeim o. s. frv.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.