Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 61
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 153 Ég býst ekki við að auðvelt sé að ákvarða starir eftir þessum lykli einum. En hann á að geta gefið nokkrar bendingar og veitt nokkurn styrk við greiningu stara, sem vandgreindar eru eftir venjulegum flórueinkennum. GREININGARLYKILL A. Tegundir með þúfukenndan vöxt (vaxa í toppum), án rengla. B. Blöðin burstakennd, rennulaga, án húðtota. C. Vaxa í fremur lausum toppum. Blaðaslíðrin móbrún. Blöðin blágræn. Sum slíðrin blöðkulaus, önnur með blöðku. Hnappstör (C. capitata). CC. Vaxa í þéttum toppum. Blaðslíðrin grá eða brúnleit. Blöðin fagurgræn. D. Blöðin venjulega stutt og íbogin (5—8 cm á lengd). Á takmörkum slíðurs og blöðku er ljós himnufaldur. í blaðröndunum eru uppstæðar — útstæðar, odd- hvassar tennur. Neðstu blaðslíðrin lykja laust um stöngulinn og eru gráleit eða með daufum, brúnum gljáa. Finnungsstör (Carex nardina). DD. Blöðin alllöng og bein. Dökkur himnufaldur á tak- mörkum slíðurs og blöðku. Blaðrendur með odd- hvössum aðlægum tönnum. Neðstu blaðslíðrin að- felld, dökkgrá að lit. (Verða stundum mógljáandi með aldrinum). Mynda stórar, móleitar þúfur. Þursa- skegg (Kobresia Bellardi). BB. Blöðin flöt eða kjöluð, oft með húðtotum. E. Neðstu blaðslíðrin purpuralit, rifin sundur í trefjar. Þornkenndar húðtotur á efra borði blaðanna. Dún- hulstrastör (C. pilulifera). EE. Neðstu blaðslíðrin ekki rifin í trefjar. Engar þorn- kenndar húðtotur á efra borði blaðanna. F. Neðstu blaðslíðrin purpuralit (eða rauðbrún), oft- ast greinilega. G. Blöðin um 3—5 mm breið, alllöng, grágræn að lit með húðtotum á neðra borði. Blaðslíðrin gild, sterkleg. Sótstör (C. atrata). GG. Blöðin mjórri, allt að 3 mm breið, án húðtota. H. Blöðin venjulega 1—2 mm breið, þrí- strend í oddinn, stutt (3—8 cm á lengd)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.