Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 61
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
153
Ég býst ekki við að auðvelt sé að ákvarða starir eftir þessum
lykli einum. En hann á að geta gefið nokkrar bendingar og veitt
nokkurn styrk við greiningu stara, sem vandgreindar eru eftir
venjulegum flórueinkennum.
GREININGARLYKILL
A. Tegundir með þúfukenndan vöxt (vaxa í toppum), án rengla.
B. Blöðin burstakennd, rennulaga, án húðtota.
C. Vaxa í fremur lausum toppum. Blaðaslíðrin móbrún.
Blöðin blágræn. Sum slíðrin blöðkulaus, önnur með
blöðku. Hnappstör (C. capitata).
CC. Vaxa í þéttum toppum. Blaðslíðrin grá eða brúnleit.
Blöðin fagurgræn.
D. Blöðin venjulega stutt og íbogin (5—8 cm á lengd).
Á takmörkum slíðurs og blöðku er ljós himnufaldur.
í blaðröndunum eru uppstæðar — útstæðar, odd-
hvassar tennur. Neðstu blaðslíðrin lykja laust um
stöngulinn og eru gráleit eða með daufum, brúnum
gljáa. Finnungsstör (Carex nardina).
DD. Blöðin alllöng og bein. Dökkur himnufaldur á tak-
mörkum slíðurs og blöðku. Blaðrendur með odd-
hvössum aðlægum tönnum. Neðstu blaðslíðrin að-
felld, dökkgrá að lit. (Verða stundum mógljáandi
með aldrinum). Mynda stórar, móleitar þúfur. Þursa-
skegg (Kobresia Bellardi).
BB. Blöðin flöt eða kjöluð, oft með húðtotum.
E. Neðstu blaðslíðrin purpuralit, rifin sundur í trefjar.
Þornkenndar húðtotur á efra borði blaðanna. Dún-
hulstrastör (C. pilulifera).
EE. Neðstu blaðslíðrin ekki rifin í trefjar. Engar þorn-
kenndar húðtotur á efra borði blaðanna.
F. Neðstu blaðslíðrin purpuralit (eða rauðbrún), oft-
ast greinilega.
G. Blöðin um 3—5 mm breið, alllöng, grágræn
að lit með húðtotum á neðra borði. Blaðslíðrin
gild, sterkleg. Sótstör (C. atrata).
GG. Blöðin mjórri, allt að 3 mm breið, án húðtota.
H. Blöðin venjulega 1—2 mm breið, þrí-
strend í oddinn, stutt (3—8 cm á lengd)