Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 62
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og fremur stinn með þéttum, oddhvössum tönnum í röndunum. Blaðslíðrin mjó. Vex í þéttum toppum. (Purpuralitum — rauð- brúnum). Dvergstör (C. pedata). HH. Blöðin venjulega 2—3 mm á breidd, flöt og alllöng. í röndum blaðanna skiptast á odd- hvassar og snubbóttar tennur. Blaðslíðrin ekki sérlega mjó. Vex í lausum toppum. Fjallastör (C. alpina). FF. Blaðslíðrin ekki með purpuralit. I. Blöðin gulgræn, án húðtota. J. Blöðin 1—2mm breið, dálítið rennulaga, 'oftast stutt (3—10 cm). Blaðslíðrin fremur mjó. Gullstör (C. Oederi). JJ. Blöðin oftast 3—5 mm á breidd, flöt. Gild blaðslíður. Trjónustör (C. flava). II. Blöðin ekki gulgræn, oft með húðtotum. K. Blöðin skammydd, flöt og stutt (3—8 cm á lengd og 1—2 mm á breidd), húðtotulaus. Snubbóttar tennur í blaðröndunum. Vex í þéttum toppum. Blaðslíður gráleit eða mó- leit. Visna fljótt. Hárleggjastör (C. capillaris). KK. Blöðin venjulega langydd, rennulaga og all- löng. L. Blöðin venjulega 2—4 mm á breidd. Engar húðtotur (eða aðeins ógreinilegar. Sjá C. diandra). M. Vaxa í þéttum toppum. Blaðslíðrin oft rifin í trefjar, gráleit eða móleit. Blöðin löng. Varafrumurnar í hæð við húðina umhverfis (sjaldgæf). Gaddastör (C. Pairaei). MM. Lausþýfðar. Blaðslíður grá eða mó- brún. Ekki rifin í trefjar. N. Blöðin 2—3 mm breið, venjulega löng. Varaopin nokkuð niðurgrafin og að nokkru þakin af ógreinileg- um húðtotum. Móbrún blaðslíður. Stöngull sívalur neðantil. Vex í raka. Toppstör (C. diandra).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.