Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 67
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 159 oft rauðbrún með ljósum rákum við þurrkinn. p. Húðtotur aðeins neðan á blöðunum. Varaop á báðum hliðum en oftast færri á efra borði. Vex í vatni og blautum engjum Gulstör (C. Lyngbyei). pp. Húðtotur báðum megin á blöðunum. Varaop einnig báðum megin, oft mörg á efra borði. Vex í votlendi, einkum ná- lægt sjó. Marstör (C. salina var. kattega- tensis). oo. Blöðin venjulega 1—3 mm breið, fremur stutt. Blaðslíðrin gráleit, ekki sérlega gild. r. Blöðin stutt, 3—8 cm á lengd og aðeins 1—2mm breið, gulgræn með smáum tönnum í röndunum. (Oft með orpnum röndum.) Húðtotur og varaop báðum megin, en húðtoturnar eru stundum að- eins fáar á efra bbrði blaðanna. Efju- stör (C. subspatacea). rr. Blöðin 10—15 cm á lengd og lin, 2—3 mm á breidd, grænbleik eða gulgræn. Þroskaðar snubbóttar tennur í blaðrönd- unum. Húðtotur og varaop báðum meg- in. Skriðstör (C. norvegica). nn. Blöðin ekki gulgræn, litlir eða engir upp- hleyptir gárar á slíðrunum. s. Blöðin smávaxin (venjulega 1—2 mm á breidd og 3—8 cm á lengd), bogin inn á við, án húðtota. Varaop aðeins neðan á blöðunum. Móastör (C. rupestris). ss. Blöðin stærri, 2—5 mm breið, alllöng, lítið eða ekkert bogin, oftast með húðtotum. t. Bilin milli sprotanna, sem koma hver á eftir öðrum, stutt og regluleg. (Þegar jurtin vex 1 mikilli bleytu er sprota- gerðin stundum óreglulegri, en þá sjást greinilegir upphleyptir gárar á blað- slíðrunum.) Jarðstöngullinn er grófgerð- ur og sterkur. Blöðin löng, stinn og odd-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.