Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 68
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hvöss, án húðtota. Varaop óhulin í hæð við húðina í kring. Eru einungis á neðra borði blaðanna. Hrafnastör (C. saxatilis). tt. Sprotagerðin óreglulegri. Bilin milli sprotanna misjöfn og lengri. u. Fjögur greinileg, há og þunn, ljós rif hvorum megin við miðrif blaðanna. Blöðin 3—5 mm breið, tiltölulega stutt, skammydd, ljósgræn. Engar húð- totur. Varaop aðeins á neðra borði, í hæð við húðina í kring. Neðstu blað- slíðrin venjulega gráleit. Slíðrastör (C. sparsiflora). uu. Mörg lág rif báðum megin við miðrif blaðanna. Húðtotur á blöðunum, sem eru dökkgræn eða grágræn. Neðstu blaðslíðrin grá-móbrún. v. Blöðin venjulega 3—5 mm breið með niðurorpnum röndum, oft sveigð aftur á bak, stinn og stutt- ydd. Varaop og húðtotur einungis á neðra borði blaðanna. Jarðstöngull- inn með mörgum, bogsveigðum, sterkum renglum og sprotum og strjálum, grófum rótum (Hjárót- um). Blaðslíðrin með mógljáandi lágblöðum. Stinnastör (C. rigida). vv. Blöðin venjulega 2—3 mm breið með upporpnum röndum (einkum þurrkuð), ekki mjög stinn, langydd. Varop báðum megin á blöðunum, oft eins mörg á efra borði og hinu neðra. Húðtotur einungis á efra borði blaðanna. Blaðoddurinn er oft sveigður inn á við. Jarðstöng- ullinn er ekki mjög sterklegur, með uppréttum (eða ögn bogsveigðum) sprotum. Blaðslíðrin (lágblöðin) grá- leit eða móleit. Vex einkum í mýr- um. Mýrastör (C. Goodenoughii).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.