Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 69
161 N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN INGÓLFUR DAVÍÐSSON: NÝ ISLENZK JURTATEGUND Síðastliðið sumar ferðaðist ég um Borgarfjörð eystra og Njarð- vík. Þar fann ég varablómstegund, sem ekki hefir áður fundizt hér á landi. Jurtin er af einvararættkvíslinni og heitir Ajuga pyramidalis. Vex hún innan um lyng og birkirunna í norður- hlíðum Njarðvíkur. Einkum vex hún víða í Kerlingarmóum og Grjótaf jalli. Má nefna jurtina lyngbúa á íslenzku. Þetta er fögur jurt og auðkennileg, þrýstin og þétthærð með ljósbláum smáum blómum. Sitja blómin í krönsum í blaðöxlunum. Þau eru styttri en blómstoðblöðin og mynda ferstrent ax, líkt pýramida að lögun. Efri blómvörin er mjög smá og virðist vanta í fljótu bragði. Er það til að- greiningar frá öðrum ættkvíslum vara- blóma. Bikarinn er 5-tenntur, nærri reglu- legur og loðir lengi eftir að krónan er fallin. Stöngullinn er uppréttur og án jarðrengla, en stundum vaxa uppsveigð- ir hliðarsprotar upp af jarðstönglinum, auk aðalsprotans. Blöðin eru legglaus. Hin neðstu eru aflöng — öfugegglaga, en hin neðri aflöng — sporbaugótt. Lyngbúinn er fjölær jurt. Blómgast fremur snemma; í júní eða fyrrihluta júlí. Þegar ég var á ferð í Njarðvík um mánaðamótin júlí—ágúst var jurtin orðin aldinbær þrátt fyrir svala sumarveðráttu. Hæð jurt- anna var 8—12 cm að jafnaði. Hæsta eintakið 16 cm. Lyngbú- inn vex víðar á Austfjörðum heldur en í Njarðvík. Þóroddur Guðmundsson kennari að Eiðum fann hana í Loðmundarfirði nú í haust, bæði í Neshálsi og nálægt Nesi, sem er næstyzti bær í firðinum. Vex jurtin þar í graslautum. Má vera að hún finnist víðar þarna austur frá þegar farið verður að leita hennar. Hefir hér bætzt ný tegund í hóp austfirzkra einkennisjurta. Hinar midalis). a blóm, b bikar, c hneta. (Blytt).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.