Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 69

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 69
161 N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN INGÓLFUR DAVÍÐSSON: NÝ ISLENZK JURTATEGUND Síðastliðið sumar ferðaðist ég um Borgarfjörð eystra og Njarð- vík. Þar fann ég varablómstegund, sem ekki hefir áður fundizt hér á landi. Jurtin er af einvararættkvíslinni og heitir Ajuga pyramidalis. Vex hún innan um lyng og birkirunna í norður- hlíðum Njarðvíkur. Einkum vex hún víða í Kerlingarmóum og Grjótaf jalli. Má nefna jurtina lyngbúa á íslenzku. Þetta er fögur jurt og auðkennileg, þrýstin og þétthærð með ljósbláum smáum blómum. Sitja blómin í krönsum í blaðöxlunum. Þau eru styttri en blómstoðblöðin og mynda ferstrent ax, líkt pýramida að lögun. Efri blómvörin er mjög smá og virðist vanta í fljótu bragði. Er það til að- greiningar frá öðrum ættkvíslum vara- blóma. Bikarinn er 5-tenntur, nærri reglu- legur og loðir lengi eftir að krónan er fallin. Stöngullinn er uppréttur og án jarðrengla, en stundum vaxa uppsveigð- ir hliðarsprotar upp af jarðstönglinum, auk aðalsprotans. Blöðin eru legglaus. Hin neðstu eru aflöng — öfugegglaga, en hin neðri aflöng — sporbaugótt. Lyngbúinn er fjölær jurt. Blómgast fremur snemma; í júní eða fyrrihluta júlí. Þegar ég var á ferð í Njarðvík um mánaðamótin júlí—ágúst var jurtin orðin aldinbær þrátt fyrir svala sumarveðráttu. Hæð jurt- anna var 8—12 cm að jafnaði. Hæsta eintakið 16 cm. Lyngbú- inn vex víðar á Austfjörðum heldur en í Njarðvík. Þóroddur Guðmundsson kennari að Eiðum fann hana í Loðmundarfirði nú í haust, bæði í Neshálsi og nálægt Nesi, sem er næstyzti bær í firðinum. Vex jurtin þar í graslautum. Má vera að hún finnist víðar þarna austur frá þegar farið verður að leita hennar. Hefir hér bætzt ný tegund í hóp austfirzkra einkennisjurta. Hinar midalis). a blóm, b bikar, c hneta. (Blytt).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.