Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 71
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
163
PÓRODDUR GUÐMUNDSSON:
SJALDGÆFAR JURTIR FUNDNAR
Á AUSTURLANDI
Það er kunnugt, bæði grasafræðingum og ýmsum öðrum, að
gróðri er nokkuð misjafnt háttað eftir landshlutum og héruðum.
Hver landsfjórðungur og jafnvel sumar sýslur hafa sínar ein-
kennisplötnur, fleiri eða færri. Til dæmis hafa jurtir eins og
garðabrúða (Valeriana officinalis) og stúfa (Succisa pratensis)
aðeins fundizt á Suðurlandi, og er a. m. k. stúfa algeng þar.
Maríulykill (Primula stricta) er algengur við Eyjafjörð, en ófund-
inn annars staðar. Ýmsar burknategundir, svo sem fjöllaufung-
ur (Athyrium filix femina), stóriburkni (Dryopteris filix mas) o.
fl. virðast útbreiddastar á vestanverðu landinu og við Mývatn.
Þó á ef til vill ekkert landssvæði jafnmargar einkennisplöntur
og Austfirðir. Nægir því til sönnunar að nefna maríuvött (Al-
chemilla faeroensis), sjöstjörnu (Trientalis europæa) og súrsmæru
(Oxalis acetosella). En margar fleiri mætti nefna. Á hinn bóginn
hefir svo verið talið hingað til, að austan lands yxu ekki nokkr-
ar tegundir, sem algengar eru í sumum öðrum landshlutum.
Undanfarin sumur hefi ég nokkuð athugað gróður í sumum
sveitum hér eystra, þó að engar ákveðnar niðurstöður hafi enn-
þá af þeim athugunum fengizt — og verði ekki birtur neinn
árangur að svo stöddu. Hér skal aðeins getið nokkurra plantna,
sem ég fann s.l. sumar og áður hafa ekki fundizt á Austurlandi
eða eru þar og annars staðar hérlendis mjög sjaldgæfar.
í Eiðavatni vex, auk annars, allmikið af tveimur hávöxnum
nykrutegundum. Önnur þeirra er hjartanykra (Potamogeton per-
foliatus), sem er fremur fátíð. Hin er þó miklu sjaldgæfari og er
ekki nefnd í II. útg. af Flóru íslands. Hefir hún hlotið nafnið
langnykra (P. praelongus) og er ófundin áður austan lands nema
á einum stað — Egilsstöðum.
Dagana 14.—17. ágúst s.l. athugaði ég sérstaklega gróður í
Loðmundarfirði. Hann er þar mjög þroskamikill og fjölbreyttur.
En athuganir mínar voru ekki svo nákvæmar, að ég geti að svo