Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 72
164
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
stöddu birt heildarárangur þeirra. Ég get hér þess merkasta og
athyglisverðasta.
Einn hinn fegursti burkni íslenzkur er þúsundblaðarós (A. al-
pestre). Hana fann ég í Hraundal upp af Loðmundarfirði. Sú
jurt hefir ekki fundizt áður austan lands.
Norðan fjarðarins vex allmikið af bláklukkulyngi (Bryanthus
cocruleus). Samkv. II. útg. Flóru hefir það ekki fundizt fyrr
annars staðar en í fjöllunum báðum megin Eyjafjarðar.
Ferlaufasmári (Paris quadrifolia) hefir ekki verið fundinn á
Austurlandi til þessa. Hann sá ég, en aðeins á einum stað, í firð-
inum; vex í skóglendi í nánd við bæinn Úlfsstaði. Annars vex
sú jurt einkum í hraungjótum.
Ein hin sjaldgæfasta burknategund hér á landi mun vera
skollakambur (Blechnum spicant). í II. útg. af Flóru er hann
talinn að vaxa aðeins á fimm stöðum á landinu, svo að vitað sé:
tveim st. á N., einum á NV. og einum á SV.*) Þessa plöntu fann
ég þ. 14. ág. í lækjagrófum bæði norðan Loðmundarfjarðar og
upp af Húsavík eystra. Burkni þessi var á báðum stöðum stór-
vaxinn, allt að 40 cm á hæð. Hann er sígrænn og fagur.
Loks nefni ég þann fund, sem ef til vill mun þykja merki-
legastur. Er ,það jurt, sem á vísindamáli heitir Ajuga pyrami-
dalis, en hefir ekki fundizt á íslandi fyrr en s.l. sumar. Ingólfur
Davíðsson magister fann hana fyrstur manna hér á landi, nokkr-
um dögum á undan mér, í Njarðvík. Hann hefir stungið upp á
því, að jurtin væri nefnd lyngbúi, af því að hún vex innan um
lyng, þar sem hann fann hana. í Loðmundarfirði sá ég plöntu
þessa á tveim stöðum í graslautum. Hún er auðkennileg og vekur
fljótt á sér athygli vegna blaðfjölda og pýramídalögunar sinnar.
Hún er sterkleg og grófgerð.
Hér hefir bætzt við nýr borgari í ríki íslenzkrar flóru og hóp
austfirzkra einkennisplantna. Ajuga pyramidalis fannst nálega
samtímis á tveimur stöðum austan lands. Má því líklegt telja, að
hún vaxi víðar í Fjörðum.
) Sjá Náttúruír. II. árg. bls. 121.
Á. F.