Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 74
166
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
saman í toppi plöntunnar, eykst vöxturinn þar, en hliðargrein-
arnar vaxa hægar. En um leið og toppurinn er tekinn af, eykst
magn vaxtarefnanna í efstu greininni, sem þá verður sjálfkrafa
að toppi. Samspil eða „vit“ jurtarinnar er þar bein afleiðing af
straumi vaxtarefna hennar.
Síðustu árin hafa komið út svo margar bækur og ritgerðir á
ýmsum málum um vaxtarefni jurtanna, að erfitt er að fylgjast með
því öllu til hlítar. Á íslenzku hefur þó aldrei verið skrifað neitt
um þessi efni fyrr, svo að það, sem hér er sagt, fyllir, þótt það
sé bæði lítið og ófullkomið, dálítið upp í það skarð, sem er í
þekkingarmúr manna á íslandi á þessu sviði, unz hægt verður
að kynna fólki þetta svið grasafræðinnar nánar í bókarformi.
Allir hafa tekið
eftir því, að inni-
blóm í gluggum vaxa
og beygja sig í átt-
ina til ljóssins, þeg-
ar þau fá á sig sterka
sól öðrum megin.
Þessi hreyfing kall-
s.ist ljóssækni (posi-
tiv fototropism). —
Hinn frægi Darvin,
sem leiddi þróunar-
kenninguna fram til
sigurs á síðari hluta
aldarinnar, sem leið,
tók eftir þessu og
ákvað að gera til-
raun til að leiða í
ljós, hvar „tilfinn-
ing“ eða „auga“ plöntunnar væri. Hann sáði því hafra-
kjörnum inni og lét fyrsta blaðið, sem kallast líka kímslíður, fá
ljós frá ýmsum hliðum. Með því að láta ýmsa hluta slíðursins
vera í myrkri, en ljósið aðeins skína á lítinn hluta þess, sannaði
tilraun Darwin’s, að ljósnæmi plöntunnar var aðeins í toppnum,
en áhrif sólarljóssins leiddust sían niður til neðsta hluta hins
vaxandi grass, og þar beygði plantan sig.
Svo leið nær hálf öld. Árið 1910 hóf prófessor Boysen-Jensen
í Kaupmannahöfn, einhver frægasti lífeðlisfræðingur jurta nú á
2. mynd. Tilraun Wents. Neðst á myndinni
(frá vinstri til hægri) sést, hvernig toppur-
inn er skorinn af hafraslíðrinu og agar-ten-
ingurinn með vaxtarefnunum settur öðrum
megin. Blaðið beygir sig þá í áttina frá vaxt-
arefninu. Efst á myndinni vinstra megin er
plata úr agar-lími með afskornum toppum.
Hægra megin er platan sýnd toppalaus.