Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 76
168
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
efnið, sem hafði sömu áhrif, í þvagi manna. Það efni var B-
indolylediksýran, og vegna þess,
hve ólíkt hún og auxínin eru gerð,
var hún nefnd heteróauxin. Þessi
sýra er einföld að allri gerð, svo
að frekar auðvelt er að búa hana
til, og sökum þessa hefir hún ver-
ið notuð gífurlega mikið við til-
raunir síðustu ára með vaxtarefni
jurtanna. Auk þess hafa ýmsar
aðrar lífrænar sýrur svipuð áhrif
og hún.
Þegar ákveða skal, hvort vaxt-
arefni séu í einhverju efni, er það
oftast gert á þann hátt, að það er
soðið inn í lag af agarlími. Síðan
er teningur af þessari blöndu sett-
ur öðrum megin á afskorna unga
hafraplöntu, sem vaxið hefir í
myrkri eða við rautt ljós. Ef 4. mynd. Túlípani. Á annan stöng
plantan beygir sig, er efnið vaxt- uhnn hefir verið taorið vaxtar
arefni.
„Hvaða áhrif hefir þá þetta
efni, ef nánar er að gætt?“ spyrja
menn. Allar jurtir vaxa aðeins í toppinn og í belti rétt neðan
við hann. Þegar ljósið kemur ekki frá neinni ákveðinni stefnu,
vex jurtin beint upp og eðlilega, af því að jafn mikið er af vaxtar-
efnum í öllum hliðum stöngulsins. En ef ljósið kemur frá einni
hlið, flytjast vaxtarefnin frá henni og yfir í hina hlið topps-
ins, en leiðast síðan niður eftir stönglinum. Þegar þau koma til
þess svæðis, sem vaxið getur, teygja allar frumurnar sig vegna
hins aukna vaxtarefnismagns á þeirri hlið, er frá ljósinu snýr.
Afleiðingin verður sú, að plantan beygir sig til ljóssins.
Með því að sprauta eða pensla ungar plöntur, t. d. af dúnurt
(Epilobium), með vatni með vaxtarefni, er hægt að auka vöxt
þeirra að mun. Og ef áburður, t. d. indolylediksýra, blönduð í
ullarfeiti, er borin á plöntuhluta, sem er að vaxa, fæst greinileg
beygja rétt ofan við áburðarstaðinn. Þetta fæst auðveldast á
tómatpiöntum, begóníu eða túlípönum.
Vísindin, sem fást við rannsóknir á vaxtarefnum jurtanna,
efni á tveimur stöðum og á báð-
um stöðunum hefir hann beygt
sig eins og sýnt er á myndinni.