Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 77
náttúrufræðingurinn
169
hafá síðustu árin getað skýrt ýmis þau fyrirbrigði, sem áður
hafa legið óleyst. Það er t. d. gömul staðreynd, að vöxtur rót-
arinnar eykst, ef broddurinn er skorinn af henni. Skýringin á
þessu liggur í því, að rótarbroddurinn
myndar margfalt meira af vaxtarefnum
en rótin þarf með, svo að vöxtur rótar-
innar verður hægari en ef minna væri
af vaxtarefnum. Og vísindin hafa sýnt,
að til að auka vöxt rótarinnar hjá þeim
plöntum, sem rannsakaðar hafa verið,
þarf oftast aðeins einn hluta af vaxtar-
efni í milljarð hluta vatns. Vísindamaður
nokkur hefir til gamans reiknað það út,
að til þess að flytja allt það vatn, sem
þarf til að leysa upp eitt gramm af he-
teroauxini, svo að það hafi vaxtaraukandi
áhrif á ræturnar, þurfi 400 000 járnbraut-
arlestir með 50 vögnum, sem taka 10 tonn
hver, í hverri lest. Samanlagðar mundu
þessar lestir ná fjórða hluta vegar til
tunglsins. í þessu sambandi er ef til vill
líka rétt að geta þess, að ennþá hefir ekki
fengizt full sönnun þess, að rótin þurfi
auxin til þess að geta vaxið.
Þegar planta er lögð flöt á jörðina í
jurtapott, vex rótin niður, en stofninn upp.
Þetta er afleiðing þess, að þyngdarafl jarð-
ar dregur til sín vaxtarefnin, svo að þau safnast saman öðrum meg-
in í jurtinni. Það veldur síðan því, að í stofninum teygjast þær
frumur, er neðst liggja, og
lyfta stönglinum upp, en hið
mikla vaxtarefnamagn neðst í
rótinni veldur því, að aðeins
efri hliðin vex, svo að rótin
vex í boga niður á við.
Liggjandi grasstrá beygist
upp við hnén vegna aukins
magns af vaxtarefnum þar á
neðra borði. Og grös, sem vaxa
inni og fá ljós frá einni hlið,
5. mynd. Toppur af
hafraslíðri. — Ljósið
kemur frá hægri hlið,
miðað við lesandann,
og vaxtarefnin safnast
saman þar, sem mynd-
in er strikuð. Fyrst
beygist toppurinn, en
síðan allt blaðið, í átt-
ina til ljóssins.
6. mynd. Planta, sem lögð hefir
verið flöt á jörðina, beygir stofn-
inn upp, en rótina niður. Vaxtar-
efnin safnast saman þar, sem
myndin er strikuð.